Fréttir

Vöxt­ur ferða­þjón­ustu mun hvíla á sjálf­bær­ari grunni – ný grein­ing Hag­fræði­deild­ar

Eftir töluverða fækkun erlendra ferðamanna á þessu ári gerir Hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 3% árið 2020 og um 5% árið 2021 og verði þá hátt í 2,2 milljónir, litlu færri en metárið 2017.
26. september 2019

Eftir töluverða fækkun erlendra ferðamanna á þessu ári gerir Hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 3% árið 2020 og um 5% árið 2021 og verði þá hátt í 2,2 milljónir, litlu færri en metárið 2017. Forystufólk rúmlega 40% fyrirtækja í ferðaþjónustu reiknar með samdrætti í tekjum á þessu ári en er almennt frekar bjartsýnt á þróunina á næstu árum, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Landsbankann og er hluti af ítarlegri greiningu Hagfræðideildar bankans á íslenskri ferðaþjónustu sem kemur út í dag.

„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ segir dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.

Greining Hagfræðideildar er kynnt á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu sem stendur frá kl. 8.30-10.45 í dag. Á ráðstefnunni verða einnig birt ný viðtöl við forystufólk í ferðaþjónustu, erindi flutt um stöðu og horfur í greininni og henni lýkur með pallborði þar sem rætt verður um flugrekstur og ferðaþjónustu.

Greininguna og viðtöl við fólk úr ferðaþjónustunni má sjá í Tímariti Landsbankans sem gefið er út á Umræðunni.

Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni kemur m.a. fram að:

  • Á fyrstu 8 mánuðum ársins komu 1.383 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og fækkaði þeim um 214 þúsund, eða um 13,4%, samanborið við sama tímabil í fyrra.
  • Á fyrstu 7 mánuðum ársins flutti Icelandair 29% fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4%.
  • Í tilefni af ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans fékk bankinn Gallup til að framkvæma könnun meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar. Um 46% fyrirtækja sögðust hafa þurft að fækka starfsfólki til að bregðast við kjarasamningunum sem gerðir voru í vor. Til samanburðar töldu 28% fyrirtækja sig þurfa að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air.
  • Ef miðað er við veltu í íslenskri krónu varð lítill samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu, að farþegaflutningum undanskildum, á tímabilinu maí-júní miðað við sama tímabili í fyrra. Ef miðað er við upphæðir í evrum sést á hinn bóginn um 10% samdráttur í flestöllum flokkum, nema í farþegaflutningum á landi, þar sem samdrátturinn nam 18%.
  • Samsetning ferðamanna hefur breyst talsvert með falli WOW air og minna framboði af ódýrum flugsætum til landsins. Ferðamenn sem koma eftir brotthvarf WOW air virðast að meðaltali dvelja lengur og eyða meiru í sinni eigin mynt.
  • Meðaltekjur ferðaþjónustunnar af hverjum ferðamanni eru að aukast miðað við fyrra ár sem skýrist einkum af lengri meðaldvalartíma og auknum kaupmætti ferðamanna vegna veikingar krónunnar.
  • Gistinóttum í Airbnb fækkaði um 145 þúsund á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu sjö mánuðum ársins, miðað við sama tímabil 2018, sem er um 15,6% samdráttur. Leigutekjur af gistirýmum á höfuðborgarsvæðinu drógust saman um 21% mælt í Bandaríkjadölum, úr tæpum 68 milljónum dala í 53 milljónir dala. Vegna veikingar krónunnar milli ára var samdrátturinn minni í krónum talið, eða 7%, sem nemur ríflega 500 milljónum króna. Það sem af er þessu ári hafa hótelin sótt í sig veðrið og markaðshlutdeild Airbnb hefur lækkað í fyrsta sinn frá því þessi tegund gistingar hóf innreið sína á Íslandi. Við áætlum að hlutdeild Airbnb hafi verið um 36% á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 7 mánuði ársins.
  • Þróun í Airbnb gistingu utan höfuðborgarsvæðisins er með talsvert öðrum hætti. Þar er Airbnb gistinóttum enn að fjölga, þótt verulega hafi hægt á þróuninni. Það sem af er þessu ári reiknast okkur til að gistinætur í Airbnb hafi verið um 40% samanlagðra gistinátta á hótelum og í Airbnb gistingu utan höfuðborgarsvæðisins, sem er aukning um 1 prósentustig miðað við allt árið í fyrra.
  • Gera má ráð fyrir að alls verði um 430 ný hótelherbergi tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári og um 330 utan þess, eða um 760 alls. Áætlað er að lokið verði við að byggja um 250 herbergi á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og um 520 á árinu 2021.
  • Á fyrstu 7 mánuðum ársins var meðalnýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu um 73% en 40-65% á öðrum svæðum landsins. Nýtingin á höfuðborgarsvæðinu er enn tiltölulega há í samanburði við t.d. höfuðborgir hinna Norðurlandanna.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti
22. sept. 2023
Síðasti dagurinn í Austurstræti
Í dag er síðasti dagurinn sem dyr útibús Landsbankans við Austurstræti 11 standa opnar og lokar húsið klukkan 16.00.
Grænland
21. sept. 2023
Fyrirtækjaráðgjöf bankans umsjónaraðili við flutning Amaroq á aðalmarkað
Amaroq Minerals, með auðkennið „AMRQ“, hefur nú verið skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Auk skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland eru hlutabréf Amaroq skráð á markað í Kanada (TSX-V) og London (AIM). Samhliða flutningnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefur félagið verið afskráð af First North Iceland. Amaroq Minerals er fyrsta skráða félag sinnar tegundar á Íslandi. Félagið leggur megináherslu á leit að gulli og öðrum verðmætum málmum og hefur víðtækar rannsóknar- og vinnsluheimildir á Grænlandi, þar sem finna má gull, kopar, nikkel og aðra málma sem eru nauðsynlegir fyrir orkuskipti framtíðarinnar. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með skráningarferlinu og óskum við starfsfólki og hluthöfum Amaroq til hamingju með skráninguna.
Reykjastræti
21. sept. 2023
Afgreiðsla danskra peningaseðla
Viðskiptavinir geta nálgast danska peningaseðla í útibúum og hraðbönkum Landsbankans um allt land. Við viljum benda viðskiptavinum á að við höfum nú hætt móttöku á 1.000 kr. og 500 kr. dönskum peningaseðlum, sem og móttöku á öllum færeyskum peningaseðlum. Engar breytingar eru á viðskiptum með 200 kr., 100 kr. og 50 kr. danska peningaseðla. Viðskipti með reiðufé fylgja kröfum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með hertum reglum í Danmörku hefur móttaka reiðufjár frá erlendum bönkum verið takmörkuð og því getur bankinn ekki lengur átt viðskipti með 500 kr. og 1000 kr. danska peningaseðla.
Tölva á vinnuborði
14. sept. 2023
Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn og heiti
Við vekjum athygli á að RSA SecurID appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar og greiðslur í netbanka fyrirtækja er að breytast.
Reykjastræti
13. sept. 2023
Opnum útibúið í Reykjastræti
Við opnum í dag útibú í nýja húsnæðinu okkar í Reykjastræti 6. Þar er hægt að fá þjónustu hjá gjaldkera frá kl. 10-16 og hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Sunna Ósk Friðbertsdóttir
12. sept. 2023
Sunna Ósk Friðbertsdóttir nýr regluvörður bankans
Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. Sunna lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og ML-gráðu frá sama skóla árið 2010. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Sunna hóf störf sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árið 2010 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum, bæði varðandi innleiðingu löggjafar og daglega starfsemi bankans. Hún hefur starfað við regluvörslu hjá bankanum frá árinu 2017 og var staðgengill regluvarðar frá árinu 2022. Regluvarsla hefur umsjón og eftirlit með því að Landsbankinn starfi í samræmi við innra og ytra regluverk og sinnir fræðslu og ráðgjöf um kröfur laga og reglna sem hafa áhrif á starfsemi bankans.
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur