Fréttir

Vöxt­ur ferða­þjón­ustu mun hvíla á sjálf­bær­ari grunni – ný grein­ing Hag­fræði­deild­ar

Eftir töluverða fækkun erlendra ferðamanna á þessu ári gerir Hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 3% árið 2020 og um 5% árið 2021 og verði þá hátt í 2,2 milljónir, litlu færri en metárið 2017.
26. september 2019

Eftir töluverða fækkun erlendra ferðamanna á þessu ári gerir Hagfræðideild Landsbankans ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fjölgi um 3% árið 2020 og um 5% árið 2021 og verði þá hátt í 2,2 milljónir, litlu færri en metárið 2017. Forystufólk rúmlega 40% fyrirtækja í ferðaþjónustu reiknar með samdrætti í tekjum á þessu ári en er almennt frekar bjartsýnt á þróunina á næstu árum, samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Landsbankann og er hluti af ítarlegri greiningu Hagfræðideildar bankans á íslenskri ferðaþjónustu sem kemur út í dag.

„Til lengri tíma erum við bjartsýn á áframhaldandi vöxt í ferðaþjónustu hér á landi og gerum ráð fyrir að hann verði ívið meiri en í greininni á heimsvísu. Vöxturinn verður þó mun minni en við höfum átt að venjast á síðustu árum og mun hvíla á sjálfbærari grunni,“ segir dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.

Greining Hagfræðideildar er kynnt á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans í Hörpu sem stendur frá kl. 8.30-10.45 í dag. Á ráðstefnunni verða einnig birt ný viðtöl við forystufólk í ferðaþjónustu, erindi flutt um stöðu og horfur í greininni og henni lýkur með pallborði þar sem rætt verður um flugrekstur og ferðaþjónustu.

Greininguna og viðtöl við fólk úr ferðaþjónustunni má sjá í Tímariti Landsbankans sem gefið er út á Umræðunni.

Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans á ferðaþjónustunni kemur m.a. fram að:

  • Á fyrstu 8 mánuðum ársins komu 1.383 þúsund erlendir ferðamenn til landsins og fækkaði þeim um 214 þúsund, eða um 13,4%, samanborið við sama tímabil í fyrra.
  • Á fyrstu 7 mánuðum ársins flutti Icelandair 29% fleiri erlenda ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra. Ef ekki hefði komið til nein fjölgun hjá Icelandair hefði ferðamönnum til landsins fækkað um 31,4%.
  • Í tilefni af ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans fékk bankinn Gallup til að framkvæma könnun meðal aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar. Um 46% fyrirtækja sögðust hafa þurft að fækka starfsfólki til að bregðast við kjarasamningunum sem gerðir voru í vor. Til samanburðar töldu 28% fyrirtækja sig þurfa að fækka starfsmönnum vegna brottfalls WOW air.
  • Ef miðað er við veltu í íslenskri krónu varð lítill samdráttur í íslenskri ferðaþjónustu, að farþegaflutningum undanskildum, á tímabilinu maí-júní miðað við sama tímabili í fyrra. Ef miðað er við upphæðir í evrum sést á hinn bóginn um 10% samdráttur í flestöllum flokkum, nema í farþegaflutningum á landi, þar sem samdrátturinn nam 18%.
  • Samsetning ferðamanna hefur breyst talsvert með falli WOW air og minna framboði af ódýrum flugsætum til landsins. Ferðamenn sem koma eftir brotthvarf WOW air virðast að meðaltali dvelja lengur og eyða meiru í sinni eigin mynt.
  • Meðaltekjur ferðaþjónustunnar af hverjum ferðamanni eru að aukast miðað við fyrra ár sem skýrist einkum af lengri meðaldvalartíma og auknum kaupmætti ferðamanna vegna veikingar krónunnar.
  • Gistinóttum í Airbnb fækkaði um 145 þúsund á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu sjö mánuðum ársins, miðað við sama tímabil 2018, sem er um 15,6% samdráttur. Leigutekjur af gistirýmum á höfuðborgarsvæðinu drógust saman um 21% mælt í Bandaríkjadölum, úr tæpum 68 milljónum dala í 53 milljónir dala. Vegna veikingar krónunnar milli ára var samdrátturinn minni í krónum talið, eða 7%, sem nemur ríflega 500 milljónum króna. Það sem af er þessu ári hafa hótelin sótt í sig veðrið og markaðshlutdeild Airbnb hefur lækkað í fyrsta sinn frá því þessi tegund gistingar hóf innreið sína á Íslandi. Við áætlum að hlutdeild Airbnb hafi verið um 36% á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 7 mánuði ársins.
  • Þróun í Airbnb gistingu utan höfuðborgarsvæðisins er með talsvert öðrum hætti. Þar er Airbnb gistinóttum enn að fjölga, þótt verulega hafi hægt á þróuninni. Það sem af er þessu ári reiknast okkur til að gistinætur í Airbnb hafi verið um 40% samanlagðra gistinátta á hótelum og í Airbnb gistingu utan höfuðborgarsvæðisins, sem er aukning um 1 prósentustig miðað við allt árið í fyrra.
  • Gera má ráð fyrir að alls verði um 430 ný hótelherbergi tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári og um 330 utan þess, eða um 760 alls. Áætlað er að lokið verði við að byggja um 250 herbergi á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og um 520 á árinu 2021.
  • Á fyrstu 7 mánuðum ársins var meðalnýting hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu um 73% en 40-65% á öðrum svæðum landsins. Nýtingin á höfuðborgarsvæðinu er enn tiltölulega há í samanburði við t.d. höfuðborgir hinna Norðurlandanna.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur