Samstarfssamningur viðskiptadeildar HR og Landsbankans
Keppnin fer fram í Rotman School of Management í Toronto í Kanada og er haldin í febrúar ár hvert. Nemendur HR munu etja kappi við nemendur frá öllum heimsálfum en um 50-60 lið frá háskólum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku taka þátt í keppninni. Nemendur fá dýrmætt tækifæri til að kynnast jafnöldrum sínum um allan heim og um leið að fræðast um viðskipti innan kauphalla. Keppnin stendur yfir í þrjá daga og er sérstakur hugbúnaður, eða svokallaður hermir, notaður til að líkja eftir viðskiptum í kauphöllum.
Lögð er sérstök áhersla á að tryggja þátttöku kvenna í keppninni. Nemendur sem sækja keppnina ár hvert munu heimsækja starfsfólk Landsbankans og kynna fyrir þeim árangur liðsins. Sérstakt undirbúnings námskeið fyrir keppnina verður kennt í fyrsta skipti á haustönn 2019 og eftir það ár hvert.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður B.Sc. náms í viðskipta- og hagfræði hjá HR og Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans.