Ársyfirlit aðgengileg í netbanka einstaklinga undir liðnum „Stöðuyfirlit“
Viðskiptavinir Landsbankans geta nú nálgast ársyfirlit yfir viðskipti sín við bankann á rafrænu formi í netbanka einstaklinga undir liðnum „Stöðuyfirlit“ með því að velja „Ársyfirlit“ og ár. Þar má m.a. finna upplýsingar um áunna vexti, fjármagnstekjuskatt, ársvexti o.fl. sem PDF eða Excel-skjöl. Ársyfirlitin koma í stað áramótayfirlita sem áður voru aðgengileg undir liðnum „Rafræn skjöl“. Almennum skilmálum um stofnun og notkun innlánsreikninga hjá Landsbankanum hefur verið breytt í samræmi við þetta. Athygli er vakin á því að þegar gerðar eru breytingar á skilmálunum hefur viðskiptavinur rétt til að segja upp samningi um innlánsreikning.
Framangreint er liður í því að spara viðskiptavinum bankans kostnað. Nánari upplýsingar um ódýrari bankaþjónustu má finna í samantekt bankans um betri bankaviðskipti.
Viðskiptavinir, sem ekki hafa aðgang að netbanka, geta óskað eftir því að fá yfirlitin á pappír með því að heimsækja næsta útibúi eða hafa samband við Þjónustuver bankans í síma 410 4000. Einnig má senda póst á netfangið info@landsbankinn.is.
Rétt er að taka fram að framangreindum upplýsingum er eftir sem áður miðlað til skattyfirvalda. Framteljendur til skatts á Íslandi fá þessar upplýsingar í upphafi hvers árs á samantektarblaði með skattframtali.