Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Ný þjóð­hags­spá: Ekki sér fyr­ir end­ann á upp­sveifl­unni

Í nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð yfir að hagvöxtur verði áfram kröftugur allt spátímabilið 2017-2020 þótt útlit sé fyrir að hagkerfið sé nú nálægt toppi hagsveiflunnar. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur að meðaltali 4% fram til ársins 2020 og verðbólga að meðaltali um 2,7%.
21. nóvember 2017

Í nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð yfir að hagvöxtur verði áfram kröftugur allt spátímabilið 2017-2020 þótt útlit sé fyrir að hagkerfið sé nú nálægt toppi hagsveiflunnar.

Nýja þjóðhags- og verðbólguspáin er birt í Þjóðhag, ársriti Hagfræðideildar. Ritið er eingöngu birt í vefútgáfu á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, og er þetta í fyrsta skipti sem ritið er eingöngu gefið út á rafrænu formi.

Nýja hagspáin var kynnt á morgunfundi Landsbankans í Silfurbergi Hörpu

Hagvöxtur verður að meðaltali 4% og verðbólga 2,7%

Hagfræðideild gerir ráð fyrir að árlegur hagvöxtur á árunum 2017-2020 verði að meðaltali 4%, sem er mun kröftugri vöxtur en reiknað er með í flestum þróuðum ríkjum á komandi árum. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur 5,5% á þessu ári en fer svo stiglækkandi til ársins 2020 þegar gert er ráð fyrir 2,5% hagvexti. Hagfræðideild spáir því að einkaneysla vaxi samfellt allt tímabilið en að á næstu tveimur árum dragi smám saman úr atvinnuvegafjárfestingu. Á hinn bóginn er reiknað með kröftugum vexti í íbúðafjárfestingu og opinberri fjárfestingu allt spátímabilið.

Í spánni er reiknað með að verðbólga hækki smám saman í átt að 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hækkun fasteignaverðs og hækkandi innflutningsverð munu að öllum líkindum ýta verðbólgunni upp fyrir verðbólgumarkmiðið um mitt ár 2019. Að meðaltali verður verðbólga um 2,7% á tímabilinu 2017-2020.

Nýjar íbúðir stærri og fermetraverð hærra en eldri íbúða

Í spánni er fjallað um ýmsa þætti efnahagslífsins, s.s. þróun fasteignaverðs, fjárfestingar, einkaneyslu, samneyslu, vaxtaþróun, gengi krónunnar og um alþjóðlega þróun efnahagsmála.

Í umfjöllun um fasteignaverð kemur m.a. fram að ef litið er á viðskipti með íbúðir á síðustu tveimur árum sést að nýjar íbúðir eru að jafnaði bæði stærri og fermetraverð hærra en í eldri íbúðum. Einingaverð á nýjum íbúðum er þannig mun hærra en á þeim eldri. Því er ekki líklegt að aukið framboð nýrra íbúða leiði til verðlækkana á fasteignum. Hagfræðideild spáir 19% hækkun fasteignaverðs milli áranna 2016 og 2017. Síðan færist meiri ró yfir markaðinn og verð hækkar um 8,5% á árinu 2018, 7% árið 2019 og 6% árið 2020.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
14. nóv. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember 2025. Lokað verður frá miðnætti til um kl. 4.00 á mánudagsmorgun. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Netsvik
10. nóv. 2025
Leikir sem fræðsla um netöryggi
Landsbankinn er öflugur útgefandi fræðsluefnis, allt frá faglegum greiningum og almennri fræðslu um fjármál, netöryggi og sjálfbærni til umfjöllunar um efni sem er efst á baugi hverju sinni.
24. okt. 2025
Breytingar á framboði nýrra íbúðalána
Í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka frá 14. október 2025 hefur Landsbankinn gert breytingar á framboði nýrra íbúðalána.
Austurbakki
23. okt. 2025
Landsbankinn selur hlut sinn í Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf. hafa selt Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ) í opnu söluferli, sem hófst í nóvember 2024, til Símans hf.  
Reykjastræti
22. okt. 2025
Útibúin verða lokuð 24. október vegna kvennaverkfalls
Vegna kvennaverkfallsins verða útibú Landsbankans lokuð föstudaginn 24. október. Einnig má búast við skertri þjónustu í Þjónustuveri bankans.
Austurbakki
20. okt. 2025
Vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamáli gegn Íslandsbanka
Þann 14. október 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem varðar skilmála um breytilega vexti í óverðtryggðu íbúðaláni Íslandsbanka.
6. okt. 2025
Fjármálamót: Hvernig nýti ég gögn til að bæta reksturinn?
Fyrirtæki búa yfir miklu magni upplýsinga – um viðskiptavini, kauphegðun, innkaup, birgðir og margt fleira. En hvernig hafa íslensk fyrirtæki nýtt þessi gögn til að taka betri ákvarðanir og bæta reksturinn?
3. okt. 2025
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 6. október 2025. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Fjölskylda
1. okt. 2025
Opið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um samfélagsstyrki Landsbankans.
Play
29. sept. 2025
Upplýsingar vegna flugfélagsins PLAY
Korthafar Landsbankans sem eiga bókað flug með Fly PLAY hf. eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.