Fréttir

Ný þjóð­hags­spá: Ekki sér fyr­ir end­ann á upp­sveifl­unni

Í nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð yfir að hagvöxtur verði áfram kröftugur allt spátímabilið 2017-2020 þótt útlit sé fyrir að hagkerfið sé nú nálægt toppi hagsveiflunnar. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur að meðaltali 4% fram til ársins 2020 og verðbólga að meðaltali um 2,7%.
21. nóvember 2017

Í nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð yfir að hagvöxtur verði áfram kröftugur allt spátímabilið 2017-2020 þótt útlit sé fyrir að hagkerfið sé nú nálægt toppi hagsveiflunnar.

Nýja þjóðhags- og verðbólguspáin er birt í Þjóðhag, ársriti Hagfræðideildar. Ritið er eingöngu birt í vefútgáfu á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans, og er þetta í fyrsta skipti sem ritið er eingöngu gefið út á rafrænu formi.

Nýja hagspáin var kynnt á morgunfundi Landsbankans í Silfurbergi Hörpu

Hagvöxtur verður að meðaltali 4% og verðbólga 2,7%

Hagfræðideild gerir ráð fyrir að árlegur hagvöxtur á árunum 2017-2020 verði að meðaltali 4%, sem er mun kröftugri vöxtur en reiknað er með í flestum þróuðum ríkjum á komandi árum. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur 5,5% á þessu ári en fer svo stiglækkandi til ársins 2020 þegar gert er ráð fyrir 2,5% hagvexti. Hagfræðideild spáir því að einkaneysla vaxi samfellt allt tímabilið en að á næstu tveimur árum dragi smám saman úr atvinnuvegafjárfestingu. Á hinn bóginn er reiknað með kröftugum vexti í íbúðafjárfestingu og opinberri fjárfestingu allt spátímabilið.

Í spánni er reiknað með að verðbólga hækki smám saman í átt að 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Hækkun fasteignaverðs og hækkandi innflutningsverð munu að öllum líkindum ýta verðbólgunni upp fyrir verðbólgumarkmiðið um mitt ár 2019. Að meðaltali verður verðbólga um 2,7% á tímabilinu 2017-2020.

Nýjar íbúðir stærri og fermetraverð hærra en eldri íbúða

Í spánni er fjallað um ýmsa þætti efnahagslífsins, s.s. þróun fasteignaverðs, fjárfestingar, einkaneyslu, samneyslu, vaxtaþróun, gengi krónunnar og um alþjóðlega þróun efnahagsmála.

Í umfjöllun um fasteignaverð kemur m.a. fram að ef litið er á viðskipti með íbúðir á síðustu tveimur árum sést að nýjar íbúðir eru að jafnaði bæði stærri og fermetraverð hærra en í eldri íbúðum. Einingaverð á nýjum íbúðum er þannig mun hærra en á þeim eldri. Því er ekki líklegt að aukið framboð nýrra íbúða leiði til verðlækkana á fasteignum. Hagfræðideild spáir 19% hækkun fasteignaverðs milli áranna 2016 og 2017. Síðan færist meiri ró yfir markaðinn og verð hækkar um 8,5% á árinu 2018, 7% árið 2019 og 6% árið 2020.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur