Takk fyrir komuna á off-venue tónleika Landsbankans og Iceland Airwaves
Fjölmargir lögðu leið sína á off-venue tónleika Landsbankans á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Hátíðin hefur frá upphafi verið mikilvæg viðbót við íslenskt menningarlíf og ómetanlegur vettvangur fyrir íslenska tónlist.
Landsbankinn stóð fyrir tvennum tónleikum í Stúdentakjallaranum í samstarfi við Félagsstofnun stúdenta þar sem fram komu rappararnir Birnir og Floni, hljómsveitin GDRN og Dj B-ruff and friends. Undanfarin ár hafa fjölmennir tónleikar verið haldnir í útibúinu í Austurstræti og í ár stigu þar á svið hljómsveitirnar Between Mountains og GDRN, ásamt röppurunum Joey Christ og Birni. Sá síðastnefndi kom einnig fram á tónleikum í útibúi Landsbankans á Akureyri en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á off- venue tónleika þar.
Landsbankinn þakkar öllum kærlega fyrir komuna en bankinn hefur verið einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar frá árinu 2014.
Iceland Airwaves vefsvæði Landsbankans









