Upptökur frá ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans
Upptökur frá ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans eru nú aðgengilegar á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu bankans. Þar er einnig hægt að nálgast ítarlega greiningu Hagfræðideildar bankans á ferðaþjónustunni og viðtöl við fólk sem kemur að ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti.
Ráðstefna Landsbankans - Upptökur, útdrættir og glærusýningar
Tímarit Landsbankans um ferðaþjónustu - greining Hagfræðideildar og viðtöl
Dagskrá ráðstefnunnar
- Vatnaskil eða vaxtarverkir - Er ferðaþjónustan komin að tímamótum?Dr. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
- Ferðaþjónustan áfram í forystuhlutverkiGústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum.
- Þróun og tækifæri ferðaþjónustunnar á AsíumarkaðiÁrsæll Harðarson forstöðumaður hjá Icelandair og formaður stjórnar Íslenska-kínverska viðskiptaráðsins.
- Framtíð ferðaþjónustu á Íslandi: Að finna vextinum farvegAnita Mendiratta, sérfræðingur í ferðaþjónustu og sérstakur ráðgjafi aðalritara Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Pallborðsumræður
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia og Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, ræða framtíðarhorfur ferðaþjónustu og flugrekstrar á Íslandi.
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, stýrði umræðum.
Fundarstjóri var Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum.