Fjöldi tilboða og sérafslættir á 10 ára afmæli Aukakróna
Tíu ár eru frá því að Aukakrónur, fríðindakerfi Landsbankans, var kynnt til sögunnar og er afmælinu fagnað með því að bjóða korthöfum fjölda afmælistilboða og alls kyns sérafslætti hjá samstarfsaðilum Aukakróna vikuna 4.-10. september.
Aukakrónum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin 10 ár og er nú annað stærsta fríðindakerfi landsins. Nýleg mæling Gallup leiddi í ljós að af öllum fríðindakerfum landsins er mest ánægja með Aukakrónur.
Viðskiptavinir Landsbankans safna Aukakrónum með því að nota kreditkort sem er tengt við fríðindakerfið og jafngildir ein Aukakróna einni íslenskri krónu. Á undanförnum 10 árum hafa viðskiptavinir safnað 1,3 milljörðum Aukakróna sem notaðar hafa verið til að kaupa alls kyns vörur og þjónustu hjá samstarfsaðilum. Alls safna nú 53.000 manns Aukakrónum í hvert sinn sem þeir nota kreditkort og Aukakrónukorthöfum fjölgar ört.
Nánari upplýsingar um Aukakrónur og afmælistilboðin









