Fréttir

Hvaða áhrif hef­ur Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið á at­vinnu­líf­ið?

Landsbankinn stendur fyrir fundi  um Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum í Norðurljósasal Hörpu fimmtudaginn 25.febrúar kl. 8.30-12.00. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8.00.
Kayak á lóni
19. febrúar 2016 - Landsbankinn

Markmið fundarins er að varpa ljósi á margvísleg áhrif sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kunna að hafa á íslenskt atvinnulíf og fjárfestingar. 

Í desember sl. var nýtt samkomulag í loftslagsmálum samþykkt í París. Í Parísarsamkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftlagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í breytingum.

Dagskrá fundar

  • Hagfræðideild Landsbankans kynnir nýja greiningu bankans á hlutverki fjármálageirans í loftslagsmálum.
  • Halldór Björnsson hjá Veðurstofu Íslands ræðir og hrekur ýmsar mýtur, rangfærslur og samsæriskenningar sem reglulega koma upp í umræðunni um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
  • Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóla Íslands mun fjalla um mögulegar aðgerðir sem stærstu atvinnugreinar landsins geta beitt til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
  • Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, fjallar um raforkuframleiðslu á Íslandi með tilliti til loftslagsmála, áskoranir og tækifæri til nýsköpunar.
  • Asbjørn Torvanger sérfræðingur um loftslagsfjármál hjá Miðstöð alþjóðlegra loftslags-og  umhverfisrannsókna (CICEIRO) í Ósló fjallar m.a um skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla við útgáfu grænna skuldabréfa.
  • Jeanett Bergan hjá norska trygginga-og lífeyrissjóðnum Kommunal Landspensjonskasse Gjensidig Forsikringsselskap (KLP) mun fjalla um fjárfestingaákvarðanir með tilliti til aðgerða í loftslagsmálum.

Fundarstjóri er Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur