Hvaða áhrif hefur Parísarsamkomulagið á atvinnulífið?
Markmið fundarins er að varpa ljósi á margvísleg áhrif sem aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kunna að hafa á íslenskt atvinnulíf og fjárfestingar.
Í desember sl. var nýtt samkomulag í loftslagsmálum samþykkt í París. Í Parísarsamkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftlagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í breytingum.
Dagskrá fundar
- Hagfræðideild Landsbankans kynnir nýja greiningu bankans á hlutverki fjármálageirans í loftslagsmálum.
- Halldór Björnsson hjá Veðurstofu Íslands ræðir og hrekur ýmsar mýtur, rangfærslur og samsæriskenningar sem reglulega koma upp í umræðunni um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
- Brynhildur Davíðsdóttir prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóla Íslands mun fjalla um mögulegar aðgerðir sem stærstu atvinnugreinar landsins geta beitt til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
- Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, fjallar um raforkuframleiðslu á Íslandi með tilliti til loftslagsmála, áskoranir og tækifæri til nýsköpunar.
- Asbjørn Torvanger sérfræðingur um loftslagsfjármál hjá Miðstöð alþjóðlegra loftslags-og umhverfisrannsókna (CICEIRO) í Ósló fjallar m.a um skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla við útgáfu grænna skuldabréfa.
- Jeanett Bergan hjá norska trygginga-og lífeyrissjóðnum Kommunal Landspensjonskasse Gjensidig Forsikringsselskap (KLP) mun fjalla um fjárfestingaákvarðanir með tilliti til aðgerða í loftslagsmálum.
Fundarstjóri er Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð.