Verðtryggð íbúðalán

Verðtryggð íbúðalán

Verðtryggð íbúðalán eru lán sem eru tengd við verðþróun sem þýðir að lánið hækkar ef verðbólga er til staðar. Greiðslur af verðtryggðum lánum eru lægri til að byrja með en eignamyndun er hægari en á óverðtryggðum lánum.

Verðtryggðir vextir
Verðtryggðu íbúðalánin okkar eru ýmist með breytilegum eða með föstum vöxtum.
Breytilegir vextir
Frá
...
Fastir vextir
Frá
...

Hvernig virka verðtryggð íbúðalán?

Þú borgar minna í upphafi en eignamyndun er hægari en með óverðtryggðu láni.
Vextir eru lægri en verðbætur leggjast á höfuðstól.
Lánstími verðtryggðra íbúðalána getur verið 5 til 30 ár.
Lánað er fyrir allt að 70% af kaupverði en allt að 80% með óverðtryggðu viðbótarláni
Hægt er að velja breytilega vexti eða fasta vexti í 5 ár.
Hægt er að velja um jafnar afborganir eða jafnar greiðslur.

Viltu blanda verðtryggðu og óverðtryggðu láni?

Með því að taka blandað íbúðalán sameinar þú kosti verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þú getur tekið hluta íbúðalánsins verðtryggðan og hluta óverðtryggðan, allt eftir því hvaða hlutfall hentar þér best. Þú getur borið saman verðtryggð, óverðtryggð og blönduð íbúðalán í reiknivélinni.

Hver er munurinn á breytilegum og föstum vöxtum?

Breytilegir vextir geta hækkað og lækkað í takt við sveiflur á markaði og efnahagsástand og taka mið af vaxtatöflu hverju sinni. Þetta getur verið gott eða slæmt eftir því í hvora áttina vextirnir sveiflast.

Með föstum vöxtum bindur þú vextina í tiltekinn tíma og tryggir þig fyrir vaxtasveiflum. Hægt er að festa vexti í 60 mánuði í senn. Ef lánshlutfall er lægra en 60% af fasteignamati íbúðarinnar greiðir þú lægri vexti. Vextirnir lækka enn frekar ef lánshlutfall er lægra en 50% af fasteignamati. Á lánum með föstum vöxtum er uppgreiðslugjald.

Breytilegir vextir

Lánshlutfall allt að 70% %interest141%

Fastir vextir

60 mánaða binding vaxta
Lánshlutfall allt að 50% m.v. fasteignamat eignar %interest1127%
Lánshlutfall allt að 60% m.v. fasteignamat eignar %interest1188%
Lánshlutfall allt að 70% %interest446%
Íbúðahús
Hvernig virka verðtryggð lán?

Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni.

Fjölbýlishús
Hvort er hagstæðara að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán?

Flest þeirra sem taka fasteignalán eða eru að hugsa um að endurfjármagna eldri lán velta því fyrir sér hvort hagstæðara sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán.

Viðhald íbúðahúsnæðis
Ertu að kaupa þína fyrstu fasteign?

Íbúðakaup geta virst algjör frumskógur í fyrstu enda að mörgu að huga, bæði atriðum sem snúast um fjármál og fasteignakaupin sjálf.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur