Við erum betri saman

Við erum betri saman

Við bjóðum framúrskarandi fjármálaþjónustu og tökum virkan þátt í samfélaginu. Traust er lykilþáttur í öllu okkar starfi, hvort sem horft er til samskipta við viðskiptavini, samstarfsfólk eða átt er við rekstur bankans og starfsemi. Við bjóðum samkeppnishæf kjör, stuðlum að uppbyggingu í atvinnulífinu og með því að bjóða öflugar stafrænar lausnir viljum við einfalda líf viðskiptavina okkar.

Fjölskylda við morgunverðarborð

Ánægðir viðskiptavinir

Hlutverk okkar í samfélaginu er að bjóða öllum trausta og vandaða fjármálaþjónustu. Ánægja viðskiptavina okkar er því ein mikilvægasta viðurkenning sem bankinn fær.

Þjónusta fyrir öll

Þannig leggjum við mikla áherslu á fjölbreyttar þjónustuleiðir fyrir ólíkan lífsstíl og markmið. Við bjóðum einfaldar og aðgengilegar lausnir fyrir daglegt líf, vandaða þjónustu og sérfræðiráðgjöf og erum öflugur samstarfsaðili í uppbyggingu og atvinnulífi á Íslandi.

Um leið bjóðum við vandaðar og öruggar lausnir í takt við kröfur samfélagsins á hverjum tíma og mikið vöruframboð í flestu sem viðkemur fjármálum; sparnað, fjárfestingar, lífeyrissparnað, lán og fjármögnun. Hluti af því er að halda úti stærsta útibúaneti landsins.

Vönduð ráðgjöf um allt land

Viðskiptavinir okkar fá ráðgjöf við fyrirtækjarekstur, íbúðakaup, eignastýringu og allt sem við kemur fjármálum á netinu, í síma og í stærsta útibúaneti landsins.

Netbanki fyrirtækja
Öll fjármálin á einum stað

Við bjóðum nær alla fjármálaþjónustu; kort, íbúðalán, bílafjármögnun, framkvæmdalán, lífeyrissparnað, sjóði, hlutabréf og margt fleira.

Kona með hesta
Ánægðari viðskiptavinir

Viðskiptavinir Landsbankans mælast ánægðustu viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, ár eftir ár, í Íslensku ánægjuvoginni. Það er mikilvægur mælikvarði á árangur.

Samfélag og sjálfbærni til framtíðar

Árangur til langs tíma snýr ekki aðeins að hverjum og einum heldur felst hann ekki síður í heildarávinningi. Árangur viðskiptavina og rekstur bankans byggja á því að hér sé öflugt og gott samfélag.

Metnaðarfull sjálfbærnistefna

Bankinn býr að metnaðarfullri sjálfbærnistefnu og við tökum þátt í ótal verkefnum sem miða að sjálfbærni, góðum stjórnarháttum og því að starfsemi bankans hafi jákvæð áhrif í samfélaginu. Bankinn tekur með ýmsum hætti þátt í ótal samfélagsverkefnum sem snerta menningu, menntun, íþróttir, mannréttindi, nýsköpun og margt fleira. Auk þess stendur bankinn fyrir fræðslu og útgáfu sem stuðlar að góðu fjármálalæsi, auknu netöryggi og að fólk sé vel upplýst um sína stöðu og þjóðfélagsins.

Markmiðið er að gera okkar svo hér dafni heilbrigt og öflugt samfélag til langrar framtíðar.

Öryggi í forgangi

Landsbankinn leggur mikla áherslu á að tryggja öryggi viðskiptavina, bæði með ítrustu öryggisráðstöfunum en líka með fræðslu um hættur og góða hegðun á netinu.

Sjálfbær fjármál fyrir komandi kynslóðir

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fjallar um áhrif bankans á umhverfi og samfélag. Við leggjum okkur fram við að þekkja umhverfisáhrifin af starfsemi okkar.

Gleðigangan
Fjölbreytt og kraftmikið samfélag

Við styðjum alls konar samfélagsverkefni sem stuðla að betra samfélagi; nýsköpun, íþróttir, menningu og listir auk þess að veita sjálfbærni-, náms-, og samfélagsstyrki.

Traustur og hagkvæmur rekstur

Traustur og hagkvæmur rekstur er hagsmunamál allra, viðskiptavina, eigenda og alls samfélagsins. Rekstur bankans miðar stöðugt að aukinni skilvirkni, hagkvæmni og langtímaárangri.

Stuðlum að betri kjörum

Við höfum meðal annars stóreflt stafræna vegferð okkar. Þannig einföldum við og bætum vörur og þjónustu í takt við þarfir viðskipta samhliða því að lækka kostnað. Bankinn hefur fengið vottaða sjálfbæra fjármálaumgjörð til að undirbúa sig og viðskiptavini sína fyrir framtíðina. Þá munu flutningar í Austurbakka á þessu ári stuðla að enn hagkvæmari rekstri á færri fermetrum í nútímalegu vinnuumhverfi sem er sérsniðið að þörfum bankans, ýtir undir skilvirkni og hvetur til samvinnu þvert á svið.

Þannig stuðlum við að enn betri kjörum til viðskiptavina, arði til eigenda og samfélags og góðri fjármögnun bankans.

Austurbakki
Hagkvæmari rekstur í nýju húsi

Flutningur í nýtt hús bankans skilar hagkvæmari og skilvirkari rekstri í færri fermetrum. Húsnæðið er staðsett í hjarta Reykjavíkurborgar og hannað til að mæta kröfum um vinnustað framtíðarinnar.

Betri fjármögnun sjálfbærra verkefna

Sjálfbær fjármálaumgjörð Landsbankans er vottuð af Sustainalytics. Hún eykur möguleika til að fjármagna sjálfbær verkefni og gerir bankann og viðskiptavini betur í stakk búna til að mæta sívaxandi kröfum samtíman.

Barn á háhesti
Sterk staða á traustum grunni

Staða Landsbankans er mjög góð samkvæmt öllum mælikvörðum. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,7% um síðustu áramót sem er langt umfram skyldur til fjármálafyrirtækja sem nú er 20,7%.

Öflugur mannauður

Traustur og nútímalegur banki treystir á öflugan og fjölbreyttan mannauð. Hjá Landsbankanum starfar fjöldi fólks með ólíka þekkingu og bakgrunn. Reynslumikið starfsfólk styrkir stoðir rekstrarins auk þess sem fjárfesting í öflugri endurmenntun, starfsþróun og nýráðningum tryggir stöðuga framþróun.

Með fjölbreytni og jafnrétti að leiðarljósi

Við höfum um árabil sett jafnréttismál á oddinn og leitum stöðugt leiða til að hugsa fjölbreytni, jafnrétti og líðan á nýjan hátt. Ýmsir mælikvarðar sem snúa að starfsfólki eru reglulega uppfærðir og ætíð horft til þess að öryggi, vellíðan og jöfn tækifæri séu tryggð.

Sveigjanlegt og fjölbreytt vinnuumhverfi skapar aðstæður sem hvetja til meiri samvinnu, þvert á svið og á forsendum teyma, hópa og einstaklinganna sjálfra.

Landsbankinn
Sveigjanlegt vinnuumhverfi

Nýtt húsnæði er sniðið að ólíkum verkefnum, styttir boðleiðir og hvetur til samvinnu milli sviða. Húsið er sniðið að þörfum bankans í dag en hægt er að aðlaga það að breyttum þörfum í framtíðinni.

Starfsfólk í Landsbankanum
Tækifæri til að þróast og vaxa í starfi

Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólk okkar hafi möguleika á að þróast í starfi og afla sér nýrrar þekkingar. Öll eigum við að fá okkar tækifæri til að vaxa á eigin forsendum.

Jafnrétti í víðu samhengi

Við erum stöðugt að þróa og endurskilgreina jafnréttismál. Við erum aðili að Jafnréttisvísi Capacent, sem aðstoðar okkur að meta stöðu jafnréttis innan bankans á hverjum tíma.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur