Nið­ur­stöð­ur að­al­fund­ar Lands­bank­ans 2019

Aðalfundur Landsbankans sem haldinn var þann 4. apríl 2019 samþykkti að bankinn greiði samtals út arð að fjárhæð 9,9 milljarða króna á árinu 2019. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2019 því nema um 142 milljörðum króna.
4. apríl 2019 - Landsbankinn

Í tengslum við fundinn var samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2018 gefin út en ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 2018 kom út samhliða ársuppgjöri þann 7. febrúar sl. Báðar skýrslunar voru eingöngu gefnar út á rafrænu formi og eru aðgengilegar á vef bankans.

Aðalfundurinn fór fram á Grand hóteli í Sigtúni í Reykjavík. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Skýrsla stjórnar

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans, fjallaði í ræðu sinni um góðan árangur og sterka stöðu Landsbankans, breytingar í fjármálaþjónustu, sértæka skatta á íslenska banka sem skekktu verulega samkeppnisstöðu á fjármálamarkaði, nýja starfskjarastefnu og um samfélagsábyrgð bankans. Eftir langt tímabil kröftugs hagvaxtar samfara lágri og stöðugri verðbólgu væri útlit fyrir að hægja myndi verulega á efnahagsumsvifum á árinu 2019 samhliða minni umsvifum í ferðaþjónustu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Skuldsetning fyrirtækja og heimila væri nú hóflegri en áður sem yki líkur á því að áhrif af minnkandi hagvexti yrðu almennt mild.

Ræða formanns bankaráðs á aðalfundi Landsbankans

Uppgjör Landsbankans 2018

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, kynnti uppgjör Landsbankans fyrir árið 2018. Á árinu nam hagnaður bankans 19,3 milljörðum króna, arðsemi eiginfjár var 8,2% og kostnaðarhlutfall var 45,5%. Útlán jukust um 138,9 milljarða króna, bæði til einstaklinga og fyrirtækja og vanskilahlutfall lækkaði í 0,8%. Eigið fé bankans nam 239,6 milljörðum króna í árslok 2018 og eiginfjárhlutfallið var 24,9%, svo helstu atriði úr uppgjörinu séu nefnd.

Lilja fjallaði um vaxandi markaðshlutdeild Landsbankans en fimmta árið í röð var bankinn með hæstu markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði, eða um 38%. Markaðshlutdeild bankans á fyrirtækjamarkaði var 34%. Þá hefur ánægja viðskiptavina með þjónustu bankans vaxið og traust til bankans aukist.

Lilja sagði að rekstur Landsbankans væri traustur. Mikil áhersla væri á að bæta þjónustu við viðskiptavini og bankinn hefði undanfarið kynnt fjölmargar nýjungar í stafrænni þjónustu, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Kynning á afkomu Landsbankans

Samþykkt að greiða 9,9 milljarða króna arð

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2018 sem nemur 0,42 krónu á hlut, eða samtals 9.922 milljónum króna. Arðurinn verður greiddur út í tveimur jafnháum greiðslum, annars vegar 10. apríl 2019 og hins vegar 2. október 2019. Arðgreiðslan nemur um 51,5% af hagnaði ársins 2018.

Arðgreiðslurnar eru í samræmi við arðgreiðslustefnu Landsbankans sem bankaráð samþykkti fyrr á þessu ári. Í arðgreiðslustefnunni kemur fram að bankinn stefni að því að reglulegar arðgreiðslur til hluthafa verði að jafnaði hærri en sem nemur 50% af hagnaði fyrra árs. Einnig er stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans eftir því sem tilefni er til. Við ákvarðanir um arðgreiðslur þarf sem fyrr að tryggja að bankinn viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu til framtíðar.

Kjörið í bankaráð Landsbankans

Eftirtalin voru kjörin aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Helga Björk Eiríksdóttir (formaður)
  • Berglind Svavarsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason
  • Guðbrandur Sigurðsson
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Sigríður Benediksdóttir
  • Þorvaldur Jacobsen

Eftirtalin voru kjörin varamenn í bankaráð Landsbankans:

  • Guðrún Ó. Blöndal
  • Sigurður Jón Björnsson

Nánari upplýsingar um aðalfund Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
10. sept. 2024
Landsbankinn gefur út víkjandi forgangsbréf í sænskum og norskum krónum
Landsbankinn hefur lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna og 250 milljónir norskra króna. Skuldabréfin eru til fjögurra ára og með heimild til innköllunar að þremur árum liðnum.
Austurbakki
18. júlí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrri helming ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
7. júní 2024
S&P segir kaup Landsbankans á TM fjölga tekjustoðum og hafa hófleg áhrif á eiginfjárstöðu
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
Austurbakki
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM undirritaður
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
Austurbakki
2. maí 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
Austurbakki
19. apríl 2024
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
4. apríl 2024
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í BBB+
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
Austurbakki
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans 2024 - fundarboð
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
Austurbakki
22. mars 2024
Bankasýslan var upplýst um áform Landsbankans um að kaupa TM
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
Austurbakki
19. mars 2024
Aðalfundi Landsbankans frestað til 19. apríl
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur