Áhættuskýrsla Landsbankans fyrir árið 2018
Landsbankinn hefur gefið út áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Í skýrslunni er gerð ítarleg grein fyrir öllum þáttum áhættustjórnunar bankans og er henni ætlað að veita markaðsaðilum upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans, eiginfjárstöðu hans og lausafjárstöðu.
7. febrúar 2019 - Landsbankinn
Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhættustaða Landsbankans hafi lækkað lítillega á árinu 2018, mælt sem hlutfall áhættugrunns af heildareignum, þrátt fyrir talsverðan vöxt í lánasafni bankans. Allar stöður voru innan marka áhættuvilja bankans fyrir árið 2018. Skýrslan er á ensku og ber nafnið Risk and Capital Management 2018, Landsbankinn hf. Pillar III risk report.
Þú gætir einnig haft áhuga á
18. júlí 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2024 nam 16,1 milljarði króna eftir skatta, þar af 9,0 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 10,5% samanborið við 10,3% á sama tímabili árið áður.
7. júní 2024
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) telur að kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. (TM) skapi tækifæri fyrir bankann til að festa sig í sessi á íslenskum tryggingamarkaði, breikka þjónustuframboð til viðskiptavina og auka fjölbreytni í tekjustoðum bankans til framtíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem S&P birti 5. júní 2024.
30. maí 2024
Samningur um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka var undirritaður í dag.
2. maí 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2024 nam 7,2 milljörðum króna eftir skatta. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 9,3% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður.
19. apríl 2024
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. apríl 2024, samþykkti að greiða 16.535 milljónir króna í arð til hluthafa.
4. apríl 2024
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði hækkað lánshæfismat Landsbankans. Hækkunin nemur einu þrepi og er lánshæfismatið því BBB+ með stöðugum horfum.
27. mars 2024
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
22. mars 2024
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins frá 18. mars sl. þar sem óskað er eftir tilteknum upplýsingum um kaup bankans á TM tryggingum.
19. mars 2024
Á fundi bankaráðs Landsbankans þann 19. mars 2024 var ákveðið að fresta aðalfundi bankans, sem vera átti miðvikudaginn 20. mars 2024. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins var ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.
17. mars 2024
Landsbankinn og Kvika banki hafa komist að samkomulagi um að hefja einkaviðræður um kaup Landsbankans á TM tryggingum hf. („TM“) á grundvelli kauptilboðs sem bankinn lagði fram í allt hlutafé félagsins þann 15. mars sl. Möguleg kaup eru m.a. háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.