Hafðu bank­ann í vas­an­um í sum­ar­frí­inu

Þú getur nýtt þér nánast alla þjónustu bankans í símanum og tölvunni. Í þessari grein er fjallað um nokkrar algengustu aðgerðirnar í appinu og netbankanum sem geta komið sér vel í sumarfríinu.
10. júní 2022

Greiða reikninga

  • Það er einfalt að greiða alla reikninga bæði í appinu og í netbankanum. Þar eru allar upplýsingar um þína reikninga.
  • Svo getur verið mjög þægilegt að skrá reikningana sem berast mánaðarlega í beingreiðslu í netbankanum og þá greiðast þeir sjálfvirkt á eindaga.

Dreifa kreditkortareikningi

  • Í netbankanum er hægt að dreifa kreditkortareikningum á einfaldan og fljótlegan hátt.

Breyta yfirdrætti

  • Í appinu og í netbankanum getur þú breytt yfirdrættinum eða sett hann í lækkunarferli.

Hækka heimild á kreditkorti

  • Í appinu og í netbankanum getur þú breytt heimild á kreditkorti. 

Sparnaður og verðbréf

  • Í appinu getur þú valið þér þína sparnaðarleið. Þar er líka einfalt að setja sér markmið og ákveða hversu mikið þú vilt spara. Appið reiknar þá út hvað þú þarft að spara mikið mánaðarlega til að ná þínu markmiði. Þú getur líka safnað fyrir sameiginlegu markmiði með vinum eða fjölskyldu. Engin binding og einfalt að byrja.
  • Í netbankanum er hægt að stofna sparireikninga, stilla á reglulegan sparnað og eiga viðskipti með hlutabréf og í sjóðum.

Aukalán vegna óvæntra útgjalda

  • Hægt er að sækja um Aukalán í appinu og dreifa endurgreiðslu yfir allt að 5 ár. Þú færð peninginn strax inn á reikninginn þinn eða kreditkortið.

Aukalán

Snertilausar greiðslur

  • Það er þægilegt að nota síma eða snjallúr, fremur en snertilaus greiðslukort. Hægt er að greiða með Apple Pay, kortaappi Landsbankans (fyrir Android-stýrikerfi), Garmin Pay eða Fitbit Pay.

Snertilausar greiðslur

Kortanúmerið í appinu

  • Í appinu finnur þú kortanúmer, gildistíma og CVC-númer greiðslukorta. Auðvelt er að afrita og líma þær upplýsingar á öruggan og fljótlegan hátt inn í greiðsluform vefverslana.

Sækja um greiðslukort

  • Það tekur bara augnablik að sækja um greiðslukort í appinu.
  • Síðan er hægt að flytja greiðslukortaupplýsingarnar beint úr appinu yfir í forritið sem á að nota (Apple Pay, kortaappið, Garmin Pay eða Fitbit Pay) og byrja að greiða með því snertilaust.

Gjafakortið í símann

  • Þú getur skráð gjafakortið í Apple Pay, kortaappið, Garmin Pay eða Fitbit Pay og greitt snertilaust með því hvar og hvenær sem er.

Íbúðalán og greiðslumat

  • Þú ferð í gegnum greiðslumat á vefnum okkar og sækir um lán eða endurfjármögnun. Þegar því er lokið hefur ráðgjafi okkar samband við þig símleiðis.

Bílalán á netinu

  • Hægt að sækja um bílalán með því að undirrita þau með rafrænum hætti hjá bílasala/bílaumboði eða með því að hafa samband við Þjónustuverið.
  • Ef lánsfjárhæð fer yfir 2.700.000 kr. fyrir einstakling eða 5.400.000 kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk er rafrænt greiðslumat sótt á landsbankinn.is á örfáum mínútum.

Aukakrónur

  • Samstarfsaðilar Aukakróna eru um allt land. Kynntu þér málið og sjáðu hvernig þú getur nýtt og safnað Aukakrónum á ferð um landið.

Aukakrónur

Ertu ekki í viðskiptum við Landsbankann?

  • Þú getur stofnað til viðskipta með rafrænum skilríkjum bæði hér á vefnum og með því að sækja Landsbankaappið.

Pantaðu símtal frá ráðgjöfum okkar

  • Þjónustuver okkar aðstoðar við alla helstu bankaþjónustu í síma 410 4000. Þú getur líka alltaf pantað símtal frá ráðgjöfum okkar og þá hringjum við í þig á þeim tíma sem þér hentar.  

Nánari upplýsingar um þjónustu í Landsbankaappinu

Nánari upplýsingar um þjónustu í netbankanum 

Greinin birtist fyrst 28. júní 2021 og var síðast uppfærð 10. júní 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
8. júlí 2022
Mundu eftir netörygginu - líka þegar þú ert í fríi
Tilraunum til hvers kyns netsvika hefur fjölgað mikið og reynslan sýnir að þeim fjölgar á sumrin. Ástæðan er talin vera sú að netsvikarar vonast eftir því að þá sé fólk sé kærulausara og sé líklegra til að taka þátt í fölskum Facebook-leik, smella á hlekk í hugsunarleysi eða skoða ný „fjárfestingartækifæri“.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur