Hagsjá: Útflutningstekjur ferðaþjónustu tæplega þrefalt meiri en sjávarútvegs
Samantekt
Þjónustuútflutningur nam samtals 673 mö. kr. á síðasta ári og jókst um 27 ma. kr. milli ára, eða 4,1%. Eins og verið hefur síðustu ár bar vöxtur ferðaþjónustu uppi heildaraukningu í þjónustuútflutningi. Útflutningur ferðaþjónustu nam 504 mö. kr. og jókst um 41 ma. kr. milli ára, eða um 8,9%. Ef ekki hefði komið til aukning í útflutningi ferðaþjónustu hefði útflutningur þjónustu því dregist saman um 15 ma. kr., eða 2,3%.
Vöxtur þjónustuútflutnings síðustu ára einungis rakinn til ferðaþjónustu
Verðmæti þjónustuútflutnings hefur tvöfaldast milli áranna 2009 og 2017 og hefur farið úr 332 mö. kr. og upp í 673 ma. kr. Aukningin nemur 341 mö.kr. Á þessu tímabili jókst útflutningur ferðaþjónustu öllu meira, eða um 348 ma. kr. Ljóst er því að útflutningur þjónustu hefði dregist saman í heild sinni á þessu tímabili ef ekki hefði komið til vöxtur í útflutningi ferðaþjónustu.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Útflutningstekjur ferðaþjónustu tæplega þrefalt meiri en sjávarútvegs (PDF)









