Mjög góð af­koma hjá Ís­lenska líf­eyr­is­sjóðn­um

Ávöxtun eigna Íslenska lífeyrissjóðsins á árinu 2015 var með því besta frá stofnun sjóðsins. Ber þar hæst að raunávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins nam 11,6%, sem er vel umfram meðaltal ávöxtunar sambærilegra deilda annarra lífeyrissjóða. Þá var raunávöxtun stærstu séreignarleiðar sjóðsins, Líf I, 14,7%.
25. apríl 2016

Hrein eign til greiðslu lífeyris var 54,8 milljarðar kr., í lok árs 2015 og hafði vaxið um 9,6 milljarða kr. frá fyrra ári en það samsvarar 21,2% vexti á árinu. Frá árinu 2008 hefur hrein eign til greiðslu lífeyris hækkað um 27,9 milljarða kr. eða um 103%.

Yfir 30 þúsund sjóðfélagar

Í lok árs 2015 voru sjóðfélagar yfir 30 þúsund talsins. Virkum greiðendum til sjóðsins fjölgaði um 8% á árinu.

Yfir 10 milljarðar í sérstaka útgreiðslu

Lífeyrisgreiðslur á árinu 2015 námu 711 milljónum kr. samanborið við 1,7 milljarða kr. árið 2014. Frá árinu 2009 hefur sjóðurinn greitt sjóðfélögum sínum 10,6 milljarða vegna sérstakrar útgreiðslu lífeyris sem var tímabundið úrræði stjórnvalda og gilti frá árinu 2009 til 2015. Á árinu 2015 fengu 2.656 sjóðfélagar greiddan séreignarsparnað inn á lán, samtals að fjárhæð kr. 823 milljónir króna.

32,4% hækkun iðgjalda

Iðgjöld sjóðfélaga á árinu 2015 námu 5,1 milljarði króna samanborið við 3,4 milljarða á árinu 2014 sem er 32,4% hækkun á milli ára.

Sterk tryggingafræðileg staða

Tryggingafræðileg staða samtryggingadeildar batnaði á árinu en heildareignir deildarinnar voru 3% hærri en heildarskuldbindingar í árslok 2015. Í lok árs 2014 voru skuldbindingar 0,5% hærri en eignir. Breytinguna má rekja til góðrar ávöxtunar samtryggingadeildar sjóðsins á árinu.

Sjálfstæður lífeyrissjóður

Íslenski lífeyrissjóðurinn er sjálfstæður lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum um lífeyrissjóði og er undir eftirliti Fjármálaeftirlitisins. Fjórir af fimm stjórnarmönnum er kosnir af sjóðfélögum. Sjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann sem sér um daglegan rekstur sjóðsins. Ársfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 17.00 í aðalútibúi Landsbankans Austurstræti 11.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
15. maí 2024
Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 16 í Landsbankanum, Reykjastræti 6.
New temp image
26. apríl 2024
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 2024
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 16.00 í Landsbankanum Reykjastræti 6.
New temp image
19. maí 2023
Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17 í útibúi Landsbankans Austurstræti 11. Samkvæmt samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins er stjórn sjóðsins skipuð fimm mönnum, öllum kosnum af sjóðfélögum. Í varastjórn eru tveir menn. Að þessu sinni verður kosið um tvo aðalmenn til þriggja ára og einn varamann til þriggja ára.
New temp image
28. apríl 2023
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins
Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 24. maí 2023 kl. 17:00 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
11. jan. 2023
Breyting á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest breytingar á réttindatöflum og samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins sem samþykktar voru á aukaársfundi sjóðsins þann 10. nóvember 2022. Nýjar samþykktir tóku gildi 1. janúar 2023.
New temp image
1. des. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði og tengdum lögum sem taka gildi um áramót
Breytingar á lögum lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum sem kunna að hafa áhrif á sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins taka gildi um næstu áramót. Hér er yfirlit yfir helstu breytingar:
New temp image
30. nóv. 2022
Fundargerð aukaársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins var haldinn þann 10. nóvember 2022 í Landsbankanum, Austurstræti 11, Reykjavík.
New temp image
27. okt. 2022
Tillögur til breytinga á samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins
Á aukaársfundi Íslenska lífeyrissjóðsins, sem haldinn verður fimmtudaginn 10. nóvember n.k. verða meðfylgjandi tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins lagðar fram.
New temp image
19. okt. 2022
Aukaársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins 10. nóvember 2022
Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins boðar til aukaársfundar sjóðsins fimmtudaginn 10. nóvember 2022, kl. 17 í Landsbankanum Austurstræti 11.
New temp image
14. sept. 2022
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði
Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum um lífeyrissjóði og öðrum tengdum lagabálkum s.l. vor. Helstu breytingar lúta að hækkun lágmarksiðgjalds í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5%, lögfestingu á svokallaðri tilgreindri séreign, breytingum á úrræði um fyrstu kaup og skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun (TR). Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur