Hlutabréf
Það er einfalt að kaupa og selja í appi og netbanka
Hlutabréf
Gögn birtast í rauntíma
Auðvelt að eiga viðskipti í appi og netbanka
Upplýsingar á þessari síðu eru samkvæmt bestu vitund Landsbankans og ætlaðar til fróðleiks, en ekki sem grundvöllur viðskipta. Landsbankinn ber ekki ábyrgð á hugsanlegum villum eða töfum upplýsinga og/eða ákvörðunum byggðum á þeim. Upplýsingar birtast í rauntíma.

LEI-kóði
Lögaðilar sem eiga viðskipti með fjármálagerninga, sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði, eða viðskipti með afleiður þurfa að afla sér LEI-kóða (e. legal entity identifier) og upplýsa Landsbankann um hann.

Verðbréfaviðskipti í appi og netbanka
Í appinu og netbankanum getur þú sent beiðni um viðskipti með innlend hlutabréf og sjóði Landsbréfa hvar og hvenær sem er. Þú getur einnig fylgst með framgangi viðskiptanna, séð yfirlit yfir verðbréfaeign og viðskiptasöguna.
Við erum til staðar
Ráðgjafar okkar í verðbréfa og lífeyrisþjónustu veita þjónustu við kaup og sölu hlutabréfa og ráðgjöf um val á einstökum félögum. Þú getur líka sent tölvupóst á vl@landsbankinn.is eða hringt í 410 4040.

Fagfjárfestaþjónusta
Viðskiptastjórar með áralanga reynslu veita faglega ráðgjöf, þar sem þörfum hvers og eins er mætt. Í fagfjárfestaþjónustu hafa viðskiptavinir beint aðgengi að innlendum og erlendum mörkuðum hvort sem er í stökum verðbréfum, gjaldeyri eða sjóðum, en Landsbankinn er í samstarfi við reynd og þekkt eignastýringarhús.

Markaðsþreifingar
Landsbankanum er heimilt að taka á móti markaðsþreifingarefni í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 (MAR).
Með markaðsþreifingum er átt við samskipti milli seljenda fjármálagerninga og eins eða fleiri mögulegra fjárfesta, áður en tilkynnt er um viðskipti, til að kanna áhuga mögulegra fjárfesta á hugsanlegum viðskiptum og skilyrði sem varða þau, svo sem mögulegt umfang þeirra eða verðlagningu.
Samkvæmt MAR skal afla fyrirfram samþykkis frá móttakendum markaðsþreifinga áður en upplýsingagjöf á sér stað.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.