Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Kennslusalurinn við Krossmóa 4, á efstu hæð hússins þar sem útibúið okkar er, var fullur út að dyrum. Á fundinum var farið yfir helstu atriði varðandi bankaviðskipti á Íslandi, sem og netöryggismál.
Fundurinn tókst afar vel og voru fundargestir einstaklega áhugasamir, ekki síst um íbúðalán, mismunandi greiðslukort og viðbótarlífeyrissparnað.
Á fundinum fjallaði Klaudia Karína Stefanska, þjónustufulltrúi í útibúi Landsbankans í Grafarholti, meðal annars um um möguleika í sparnaði, lífeyrismálum og mismunandi kosti í íbúðalánum. Agnieszka Marzok, sérfræðingur í alþjóðlegri greiðslumiðlun hjá Landsbankanum, fjallaði um aukna hættu á netsvikum og hvernig best er að verjast þeim.
Við þökkum þátttakendum fyrir frábæra mætingu og líflegar umræður.