Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna viðhalds á gagnagrunnum verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 19. nóvember. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 2.00 til um kl. 9.00 á sunnudagsmorgun.
- Ekki verður hægt að framkvæma aðgerðir í netbanka og appi, s.s. greiða reikninga eða millifæra.
- Í hraðbönkum verður ekki mögulegt að framkvæma aðrar aðgerðir en að taka út peninga.
- Debetkort munu virka en staðan á reikningum sem eru tengdir við kortin mun ekki uppfærast.
- Engin áhrif verða á notkun kreditkorta.
Við bendum á að þótt viðhaldinu eigi að vera lokið um kl. 9.00 á sunnudagsmorgun er mögulegt að truflanir vari lengur. Við vonum að þetta valdi viðskiptavinum ekki teljandi óþægindum.
Skert þjónusta við fyrirtæki og lögaðila
Lokað verður fyrir B2B tengingar viðskiptavina þar til viðhaldi lýkur.