Fréttir

Morg­un­fund­ur um nýja hagspá Lands­bank­ans til 2026

Hagspá 2023
11. október 2023

Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Hagfræðideildar Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 17. október. Þar verður fjallað um hagspána, Arnaud Marès, aðalhagfræðingur hjá Citi-banka, heldur erindi og fundinum lýkur með spennandi pallborðsumræðum.

Fundurinn verður í Silfurbergi Hörpu, þriðjudaginn 17. október kl. 8.30-9.45. Húsið opnar kl. 8.00 með léttum morgunverði.

Skráning

Dagskrá:

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.

Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur: Hagspá Hagfræðideildar Landsbankans til ársins 2026.

Arnaud Marès, aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-banka: Skeið hins almáttuga seðlabanka líður undir lok: Þjóðhagslegt umhverfi í Evrópu til skamms og meðallangs tíma. (e. The End of the Era of the Almighty Central Banker: the Macroeconomic Environment in Europe for the Short and Medium-term).

Arnaud Marès er framkvæmdastjóri og aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-bankanum. Hann starfar á skrifstofum bankans í London og hóf störf í greiningardeild Citi árið 2017 (Citi Research). Arnaud var sérstakur ráðgjafi seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu (ECB) frá 2012 til 2017. Hann á að baki langan starfsferil í einkageiranum og hjá hinu opinbera, þ. á m. sem yfirmaður stefnumótunar hjá Lánasýslu Bretlands (UK Debt Management Office) frá 2004 til 2007. Arnaud lauk prófi frá Ecole Nationale de la Statistique et de l’Administration Economique (ENSAE) í París.

Pallborðsumræður: Verðbólgan, vextirnir og vinnumarkaðurinn

  • Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.
  • Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
  • Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverk og formaður Mannvirkjaráðs Samtaka iðnaðarins.
  • Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu

Skráning

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum bankans og tengdust truflanirnar bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur