Morgunfundur um nýja hagspá Landsbankans til 2026
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Hagfræðideildar Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 17. október. Þar verður fjallað um hagspána, Arnaud Marès, aðalhagfræðingur hjá Citi-banka, heldur erindi og fundinum lýkur með spennandi pallborðsumræðum.
Fundurinn verður í Silfurbergi Hörpu, þriðjudaginn 17. október kl. 8.30-9.45. Húsið opnar kl. 8.00 með léttum morgunverði.
Dagskrá:
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.
Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur: Hagspá Hagfræðideildar Landsbankans til ársins 2026.
Arnaud Marès, aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-banka: Skeið hins almáttuga seðlabanka líður undir lok: Þjóðhagslegt umhverfi í Evrópu til skamms og meðallangs tíma. (e. The End of the Era of the Almighty Central Banker: the Macroeconomic Environment in Europe for the Short and Medium-term).
Arnaud Marès er framkvæmdastjóri og aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-bankanum. Hann starfar á skrifstofum bankans í London og hóf störf í greiningardeild Citi árið 2017 (Citi Research). Arnaud var sérstakur ráðgjafi seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu (ECB) frá 2012 til 2017. Hann á að baki langan starfsferil í einkageiranum og hjá hinu opinbera, þ. á m. sem yfirmaður stefnumótunar hjá Lánasýslu Bretlands (UK Debt Management Office) frá 2004 til 2007. Arnaud lauk prófi frá Ecole Nationale de la Statistique et de l’Administration Economique (ENSAE) í París.
Pallborðsumræður: Verðbólgan, vextirnir og vinnumarkaðurinn
- Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.
- Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
- Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverk og formaður Mannvirkjaráðs Samtaka iðnaðarins.
- Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu