Fréttir

Morg­un­fund­ur um nýja hagspá Lands­bank­ans til 2026

Hagspá 2023
11. október 2023

Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Hagfræðideildar Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 17. október. Þar verður fjallað um hagspána, Arnaud Marès, aðalhagfræðingur hjá Citi-banka, heldur erindi og fundinum lýkur með spennandi pallborðsumræðum.

Fundurinn verður í Silfurbergi Hörpu, þriðjudaginn 17. október kl. 8.30-9.45. Húsið opnar kl. 8.00 með léttum morgunverði.

Skráning

Dagskrá:

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.

Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur: Hagspá Hagfræðideildar Landsbankans til ársins 2026.

Arnaud Marès, aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-banka: Skeið hins almáttuga seðlabanka líður undir lok: Þjóðhagslegt umhverfi í Evrópu til skamms og meðallangs tíma. (e. The End of the Era of the Almighty Central Banker: the Macroeconomic Environment in Europe for the Short and Medium-term).

Arnaud Marès er framkvæmdastjóri og aðalhagfræðingur í Evrópumálum hjá Citi-bankanum. Hann starfar á skrifstofum bankans í London og hóf störf í greiningardeild Citi árið 2017 (Citi Research). Arnaud var sérstakur ráðgjafi seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu (ECB) frá 2012 til 2017. Hann á að baki langan starfsferil í einkageiranum og hjá hinu opinbera, þ. á m. sem yfirmaður stefnumótunar hjá Lánasýslu Bretlands (UK Debt Management Office) frá 2004 til 2007. Arnaud lauk prófi frá Ecole Nationale de la Statistique et de l’Administration Economique (ENSAE) í París.

Pallborðsumræður: Verðbólgan, vextirnir og vinnumarkaðurinn

  • Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi.
  • Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
  • Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverk og formaður Mannvirkjaráðs Samtaka iðnaðarins.
  • Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu

Skráning

Þú gætir einnig haft áhuga á
28. nóv. 2023
Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Grindavík
23. nóv. 2023
Engir vextir eða verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði
Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.
Magnús Baldvin Friðriksson
23. nóv. 2023
Magnús Baldvin til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf
Magnús Baldvin Friðriksson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf bankans.
Togari við Vestmannaeyjar
22. nóv. 2023
Hlutafjárútboð Ísfélags hf.
Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Félagið er leiðandi í veiðum og vinnslu gæðaafurða úr uppsjávar- og bolfiski. Skráning hlutabréfa Ísfélags á Aðalmarkað gerir áhugasömum fjárfestum kleift að taka þátt í vexti félagsins og styðja það til frekari sóknar.
Netbanki
22. nóv. 2023
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt fimmtudags
Vegna viðhalds á gagnagrunnum verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt fimmtudagsins 23. nóvember. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá kl. 1.00 til um kl. 4.00.
Netbanki
18. nóv. 2023
Ograniczone usługi z powodu prac konserwacyjnych w nocy z soboty na niedzielę
Z powodu prac konserwacyjnych baz danych Centralnego Ośrodka Przetwarzania Danych pewne usługi bankowe nie będą dostępne w nocy z soboty na niedzielę dnia 19 listopada br. Planowane ograniczenia usług obowiązywać będą od godz. 2.00 do 9.00 w niedzielę rano.
Grindavík
18. nóv. 2023
Viðbrögð við stöðu Grindvíkinga eru til skoðunar
Það er mjög erfitt að gera sér í hugarlund þá óvissu sem ríkir meðal Grindvíkinga. Hugur alls starfsfólks bankans er hjá bæjarbúum. Við erum stolt af öflugu útibúi okkar í Grindavík og af að eiga marga trausta og góða viðskiptavini í bæjarfélaginu, bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur