Opnað fyrir umsóknir í Sjálfbærnisjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sjálfbærnisjóð bankans og verður áhersla lögð á að styrkja verkefni sem tengjast orkuskiptum.
Við veitum árlega 10 milljónir króna úr sjóðnum og verður þetta fyrsta úthlutun. Miðað er við að hver styrkur sé að upphæð 1.000.000 - 2.000.000 krónur.
Við leitumst við að styrkja þróun og rannsóknir á lausnum sem hraða orkuskiptum frá jarðefnaeldsneyti yfir í orkugjafa með lágu kolefnisspori. Styrkhæfar lausnir geta verið í formi þróunar vélbúnaðar, hugbúnaðar, framleiðsluferlis eða annars. Við skoðum einnig verkefni þar sem frekari rannsókna er þörf og styrkjum rannsóknarfasa.
Styrkirnir eru ekki síst ætlaðir nemendum og sprotafyrirtækjum. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl.









