Helgi Íslandsmeistari í hraðskák eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Helgi Ólafsson sigraði á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák – sem fram fór laugardaginn 11. desember í útibúi bankans í Austurstræti.
Alls tóku 40 keppendur þátt að þessu sinni. Það eru heldur færri en vanalega vegna samkomutakmarkana. Meðal keppenda voru sjö stórmeistarar og fimm alþjóðlegir meistarar.
Þetta var í átjánda sinn sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friðriksmótinu sem haldið er til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslands í skák.
Skoða myndasafn frá Friðriksmótinu
Þar sem mótið var ekki opið öllum vegna samkomutakmarkana voru hin hefðbundnu stiga- og aldurstengdu verðlaun ekki veitt að þessu sinni. Þess í stað voru veitt verðlaun fyrir bestan árangur í samanburði við eigin skákstig. Verðlaunin hlutu þrír ungir og efnilegir skákmenn.
Við þökkum Skáksambandi Íslands fyrir gott samstarf við mótshaldið.