Ung börn meðhöndli ekki sparibauka

Baukurinn var af hálfu framleiðanda ranglega merktur með CE-merki sem gaf til að kynna að hann væri leikfang. Nýir baukar verða framvegis merktir með texta um að baukurinn muni innihalda smáhluti (mynt), baukurinn sé ekki ætlaður börnum undir 3 ára aldri og sé ekki leikfang, í samræmi við ábendingar frá Neytendastofu. Við hvetjum foreldra til að fylgjast með og passa að ung börn leiki sér ekki með Sprota-sparibauka, ekki frekar en aðra sparibauka, enda eru þeir ekki ætlaðir sem leikföng fyrir börn. Smámynt getur dottið úr þeim og börn gætu stungið henni upp í sig, en slíkt getur valdið köfnunarhættu.









