Fréttir

Árs­hluta­upp­gjör Lands­bréfa 30. júní 2021

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2021. Hagnaður af rekstri Landsbréfa var 602 milljónir króna á fyrri hluta ársins samanborið við 232 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður. Hreinar rekstrartekjur námu 1.604 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 844 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
19. ágúst 2021
  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa var 602 milljónir króna á fyrri hluta ársins samanborið við 232 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.604 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 844 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
  • Eigið fé í lok tímabils var 5.161 milljónir króna samanborið við 5.058 milljónir króna í árslok 2020. Eiginfjárhlutfall Landsbréfa var 77,76% við lok tímabilsins.
  • Alls voru um 17 þúsund hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum Landsbréfa og voru eignir í eigna- og sjóðastýringu samtals um 478 milljarðar króna í lok tímabils samanborið við 405 milljarða króna í upphafi árs.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

Rekstur Landsbréfa gekk einstaklega vel á tímabilinu. Hagnaður félagsins eftir skatta nam 602 milljónum króna sem er mun betri rekstrarniðurstaða en á sama tímabili í fyrra. Það má segja að rekstrarumhverfi Landsbréfa hafi verið mjög hagfellt á tímabilinu og nokkrir þættir sem skýra betri rekstrarniðurstöðu en á sama tímabili í fyrra. Á fyrri hluta ársins voru kynntir til sögunnar nýir sjóðir sem hafa fengið góðar undirtektir á meðal fjárfesta. Aðrir sjóðir í rekstri hafa stækkað umtalsvert, bæði vegna fjölda nýrra viðskiptavina og góðrar ávöxtunar. Þá voru fjármagnstekjur af eignasafni félagsins góðar og árangurstengdar þóknanir vegna góðrar ávöxtunar sjóða voru umtalsverðar.

Góður árangur Landsbréfa og sjóða í rekstri félagsins er fagnaðarefni og endurspeglar vel það traust sem viðskiptavinir sýna Landsbréfum, hagkvæmar markaðsaðstæður og eins gildi eignadreifingar og virkrar stýringar þar sem aðferðarfræði ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga er höfð að leiðarljósi.

Undanfarin misseri hafa verið einstaklega lærdómsrík og almennt hafa sjóðir félagsins komið vel út í heimsfaraldri þrátt fyrir umtalsverðar sveiflur á mörkuðum og sögulega lágu vaxtaumhverfi. Fram undan má gera ráð fyrir hækkandi vöxtum innanlands og mögulega á öðrum mörkuðum sem eru mikilvægir Landsbréfum. Þetta kallar á nokkuð breytta hugsun við stýringu fjármuna og munu starfsmenn Landsbréfa hér eftir sem hingað til leggja allt kapp á að ávaxta það fé sem okkur er treyst fyrir með skynsamlegum og ábyrgum hætti.“

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500.

Landsbréf - Árshlutareikningur fyrri árshelmings 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur