Fréttir

Árs­hluta­upp­gjör Lands­bréfa 30. júní 2021

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2021. Hagnaður af rekstri Landsbréfa var 602 milljónir króna á fyrri hluta ársins samanborið við 232 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður. Hreinar rekstrartekjur námu 1.604 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 844 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
19. ágúst 2021
  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa var 602 milljónir króna á fyrri hluta ársins samanborið við 232 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.604 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 844 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
  • Eigið fé í lok tímabils var 5.161 milljónir króna samanborið við 5.058 milljónir króna í árslok 2020. Eiginfjárhlutfall Landsbréfa var 77,76% við lok tímabilsins.
  • Alls voru um 17 þúsund hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum Landsbréfa og voru eignir í eigna- og sjóðastýringu samtals um 478 milljarðar króna í lok tímabils samanborið við 405 milljarða króna í upphafi árs.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

Rekstur Landsbréfa gekk einstaklega vel á tímabilinu. Hagnaður félagsins eftir skatta nam 602 milljónum króna sem er mun betri rekstrarniðurstaða en á sama tímabili í fyrra. Það má segja að rekstrarumhverfi Landsbréfa hafi verið mjög hagfellt á tímabilinu og nokkrir þættir sem skýra betri rekstrarniðurstöðu en á sama tímabili í fyrra. Á fyrri hluta ársins voru kynntir til sögunnar nýir sjóðir sem hafa fengið góðar undirtektir á meðal fjárfesta. Aðrir sjóðir í rekstri hafa stækkað umtalsvert, bæði vegna fjölda nýrra viðskiptavina og góðrar ávöxtunar. Þá voru fjármagnstekjur af eignasafni félagsins góðar og árangurstengdar þóknanir vegna góðrar ávöxtunar sjóða voru umtalsverðar.

Góður árangur Landsbréfa og sjóða í rekstri félagsins er fagnaðarefni og endurspeglar vel það traust sem viðskiptavinir sýna Landsbréfum, hagkvæmar markaðsaðstæður og eins gildi eignadreifingar og virkrar stýringar þar sem aðferðarfræði ábyrgra og sjálfbærra fjárfestinga er höfð að leiðarljósi.

Undanfarin misseri hafa verið einstaklega lærdómsrík og almennt hafa sjóðir félagsins komið vel út í heimsfaraldri þrátt fyrir umtalsverðar sveiflur á mörkuðum og sögulega lágu vaxtaumhverfi. Fram undan má gera ráð fyrir hækkandi vöxtum innanlands og mögulega á öðrum mörkuðum sem eru mikilvægir Landsbréfum. Þetta kallar á nokkuð breytta hugsun við stýringu fjármuna og munu starfsmenn Landsbréfa hér eftir sem hingað til leggja allt kapp á að ávaxta það fé sem okkur er treyst fyrir með skynsamlegum og ábyrgum hætti.“

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500.

Landsbréf - Árshlutareikningur fyrri árshelmings 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur