Fréttir

Við vör­um við fölsk­um SMS-skila­boð­um  

Við ítrekum viðvörun okkar við fölskum SMS-skilaboðum sem svikarar senda í nafni Landsbankans. 
22. júlí 2021

Í fölsku skilaboðunum (sem eru á ensku) eru viðtakendur beðnir um að staðfesta upplýsingar, s.s. um farsímanúmer, greiðslur eða annað slíkt. Með skilaboðunum fylgir hlekkur sem vísar á falska vefsíðu. Dæmi um slíka svikahlekki eru landsbankin.com/?ssl=true og lands-bankin-online.com?ssl=true. Ef fólk slær inn notendanafn og lykilorð á fölsku síðunni geta svikararnir nýtt sér það til að svíkja út fé.

Opnaðu alltaf netbanka og app eftir venjulegum leiðum 

Landsbankinn sendir aldrei SMS-skilaboð eða tölvupóst með hlekk yfir á innskráningarsíðu netbankans/appsins. Til að fara inn í netbankann eða appið skaltu fara inn á vef bankans eða opna appið eftir venjulegum leiðum og skrá þig inn þar – en alls ekki smella á hlekki sem þú færð í skilaboðum. 

Ef þú hefur opnað hlekk sem þú hefur fengið í SMSi og skráð þig inn á falska síðu er mikilvægt að þú bregðist strax við.

  • Skráðu þig inn með venjulegum hætti, í appinu eða með því að fara á vef bankans og skrá þig inn í netbankann, og breyttu lykilorðinu þínu. 
  • Hafðu samband við okkur, með því að hringja í s. 410 4000, senda okkur póst á landsbankinn@landsbankinn.is eða í gegnum netspjallið
  • Ef þú sérð grunsamleg skilaboð sem eru látin líta út eins og þau séu frá okkur eða öðru fyrirtæki, láttu þá okkur eða viðkomandi fyrirtæki vita. Þá er hægt að bregðast við svikunum.

Hvernig á að þekkja fölsuð skilaboð? 

Svikatilraunir af þessu tagi hafa aukist mjög á öðrum Norðurlöndum og búast má við að þær muni einnig aukast hér á landi. Netsvikarar breyta aðferðum sínum í sífellu og því er mikilvægt að vera vel á verði. Við höfum birt mikið af fræðsluefni um netöryggi. Við minnum sérstaklega á fræðslugrein á vefnum okkar um hvernig hægt er að þekkja muninn á fölskum og raunverulegum skilaboðum. 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur