Fréttir

Við vör­um við fölsk­um SMS-skila­boð­um  

Við ítrekum viðvörun okkar við fölskum SMS-skilaboðum sem svikarar senda í nafni Landsbankans. 
22. júlí 2021

Í fölsku skilaboðunum (sem eru á ensku) eru viðtakendur beðnir um að staðfesta upplýsingar, s.s. um farsímanúmer, greiðslur eða annað slíkt. Með skilaboðunum fylgir hlekkur sem vísar á falska vefsíðu. Dæmi um slíka svikahlekki eru landsbankin.com/?ssl=true og lands-bankin-online.com?ssl=true. Ef fólk slær inn notendanafn og lykilorð á fölsku síðunni geta svikararnir nýtt sér það til að svíkja út fé.

Opnaðu alltaf netbanka og app eftir venjulegum leiðum 

Landsbankinn sendir aldrei SMS-skilaboð eða tölvupóst með hlekk yfir á innskráningarsíðu netbankans/appsins. Til að fara inn í netbankann eða appið skaltu fara inn á vef bankans eða opna appið eftir venjulegum leiðum og skrá þig inn þar – en alls ekki smella á hlekki sem þú færð í skilaboðum. 

Ef þú hefur opnað hlekk sem þú hefur fengið í SMSi og skráð þig inn á falska síðu er mikilvægt að þú bregðist strax við.

  • Skráðu þig inn með venjulegum hætti, í appinu eða með því að fara á vef bankans og skrá þig inn í netbankann, og breyttu lykilorðinu þínu. 
  • Hafðu samband við okkur, með því að hringja í s. 410 4000, senda okkur póst á landsbankinn@landsbankinn.is eða í gegnum netspjallið
  • Ef þú sérð grunsamleg skilaboð sem eru látin líta út eins og þau séu frá okkur eða öðru fyrirtæki, láttu þá okkur eða viðkomandi fyrirtæki vita. Þá er hægt að bregðast við svikunum.

Hvernig á að þekkja fölsuð skilaboð? 

Svikatilraunir af þessu tagi hafa aukist mjög á öðrum Norðurlöndum og búast má við að þær muni einnig aukast hér á landi. Netsvikarar breyta aðferðum sínum í sífellu og því er mikilvægt að vera vel á verði. Við höfum birt mikið af fræðsluefni um netöryggi. Við minnum sérstaklega á fræðslugrein á vefnum okkar um hvernig hægt er að þekkja muninn á fölskum og raunverulegum skilaboðum. 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á
23. júlí 2021

Ostrzegamy przed fałszywymi wiadomościami SMS

Ponownie przypominamy o naszym ostrzeżeniu przed fałszywymi wiadomościami SMS wysyłanymi w imieniu Landsbankinn przez oszustów.  
SecirID
23. júlí 2021

Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn

Við vekjum athygli á að RSA SecurID Software Token appið sem notað er fyrir öruggar innskráningar í netbanka fyrirtækja var nýlega uppfært.
21. júlí 2021

Úthlutun úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans

Tólf félög og atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans í þetta sinn. Gleðigangan, sem gengin verður laugardaginn 7. ágúst nk., er hápunktur Hinsegin daga og verður hún nú gengin í 20. skipti.
16. júlí 2021

Landsbankinn styrkir fimmtán framúrskarandi námsmenn

Landsbankinn úthlutaði í gær, 15. júlí 2021, námsstyrkjum úr Samfélagssjóði bankans til fimmtán framúrskarandi námsmanna. Heildarupphæð styrkjanna nemur sex milljónum króna. Alls bárust rúmlega 600 umsóknir í ár en Landsbankinn er eini íslenski bankinn sem veitir námsstyrki.
15. júlí 2021

Besti banki á Íslandi að mati Euromoney, þriðja árið í röð

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi þriðja árið í röð. Tímaritið bendir m.a. á hagkvæman rekstur bankans og góða arðsemi auk þess sem bankinn sé leiðandi á íbúðalánamarkaði.  
Menningarnótt
13. júlí 2021

Úthlutanir úr Menningarnæturpotti Landsbankans

Alls fengu 21 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans í ár. Veittir voru styrkir á bilinu 100 - 300 þúsund krónur til einstaklinga og hópa, samtals fjórar milljónir króna. Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar valdi styrkþegana úr hópi 95 umsókna.
New temp image
7. júlí 2021

Landsbankinn breytir föstum vöxtum á nýjum íbúðalánum

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,10 - 0,15 prósentustig frá og með fimmtudeginum 8. júlí.
Runólfur V. Guðmundsson og Árni Þór Þorbjörnsson
5. júlí 2021

Fyrsta fyrirtækið sem fær sjálfbærnimerki Landsbankans

Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. er fyrsta fyrirtækið til að hljóta sjálfbærnimerki Landsbankans. Félagið fær sjálfbærnimerkið vegna MSC vottaðra fiskveiða.
28. júní 2021

Ostrzegamy przed oszustwami internetowymi oraz fałszywymi wiadomościami

Zwykle latem nasilają się próby oszustw internetowych. Oszuści liczą na to, że osoby będące na wakacjach częściej bezmyślnie klikną w przesłane im linki, nie przeczytają dokładnie wiadomości SMS lub e-mail ale udzielą na nie odpowiedzi.
New temp image
25. júní 2021

Árborg gefur út fyrsta sjálfbærniskuldabréfið

Sveitarfélagið Árborg gaf í júní út fyrsta íslenska sjálfbærniskuldabréfið til fjármögnunar á verkefnum sem hafa umhverfis- og/eða félagslegan ávinning í för með sér.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur