Yfirtökutilboð til hluthafa Eimskipafélags Íslands hf.
Þann 21. október sl. fór atkvæðisréttur Samherja Holding ehf. í Eimskipafélagi Íslands hf. yfir 30% sem gerir það að verkum að Samherja Holding er skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskips yfirtökutilboð, þ.e. að bjóðast til að kaupa hlut þeirra í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti („vvl“).
Samherji Holding mun leggja fram yfirtökutilboð, í samræmi við ákvæði X. og XI. kafla vvl., með þeim skilmálum og skilyrðum sem fram koma í opinberu tilboðsyfirliti sem dagsett verður og birt þann 10. nóvember nk.
Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 09.00 þann 10. nóvember 2020 til kl. 17.00 þann 8. desember 2020.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. og Beljandi ehf. eru umsjónaraðilar yfirtökutilboðsins fyrir hönd Samherja Holding.