Fréttir

40 ár frá sögu­legu for­seta­kjöri Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur

Við fögnum þeim merku tímamótum að fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands þann 29. júní 1980. Með kjöri Vigdísar var brotið blað í veraldarsögunni, en hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum.
Vigdís Finnbogadóttir
29. júní 2020

Við fögnum þeim merku tímamótum að fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands þann 29. júní 1980. Með kjöri Vigdísar var brotið blað í veraldarsögunni, en hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum. Í embættistíð sinni lagði hún mikla áherslu á íslenska tungu og menningu en ekki síður á mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir jákvæð samskipti Íslendinga við umheiminn. Vigdís lét af embætti árið 1996.

Farsælt samstarf Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Landsbankans

Árið 2001 varð Vigdís við þeirri umleitan Háskóla Íslands að Stofnun í erlendum tungumálum yrði við hana kennd. Stofnuninni er ætlað að efla rannsóknir og kennslu í erlendum tungumálum og vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og menningarlæsis.

Landsbankinn hefur átt mjög farsælt samstarf við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í gegnum tíðina og hefur stutt dyggilega við starfsemi hennar. Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar hefur hlotið viðurkenningu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er starfrækt í Veröld – húsi Vigdísar sem var vígt 20. apríl 2017.

Vigdís talsmaður tungumála á heimsvísu

Vigdís hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO (Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO í tungumálum) frá árinu 1999. Hlutverk velgjörðarsendiherra felst í því að vekja athygli á mikilvægi tungumála fyrir menningarlega fjölbreytni og standa vörð um tungumál sem eru í útrýmingarhættu.

Áhugi Vigdísar á tungumálum og menningarlæsi á sér langa sögu. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París og hún er með BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla og kenndi um árabil erlend tungumál í framhaldsskólum og við Háskóla Íslands. Þá var hún brautryðjandi á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu hér á landi. Vigdís hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa á alþjóðavettvangi og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt. Þá hefur hún verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við marga erlenda háskóla, þar á meðal háskólana í Grenoble og Bordeaux í Frakklandi, Smith College í Bandaríkjunum, háskólana í Manitoba í Kanada og Gautaborg í Svíþjóð, Gashuin háskóla í Tókýó auk Háskóla Íslands.

Landsbankinn óskar Vigdísi og þjóðinni allri hjartanlega til hamingju með þessi merku tímamót.

Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur