Fréttir

40 ár frá sögu­legu for­seta­kjöri Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur

Við fögnum þeim merku tímamótum að fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands þann 29. júní 1980. Með kjöri Vigdísar var brotið blað í veraldarsögunni, en hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum.
Vigdís Finnbogadóttir
29. júní 2020

Við fögnum þeim merku tímamótum að fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands þann 29. júní 1980. Með kjöri Vigdísar var brotið blað í veraldarsögunni, en hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum. Í embættistíð sinni lagði hún mikla áherslu á íslenska tungu og menningu en ekki síður á mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir jákvæð samskipti Íslendinga við umheiminn. Vigdís lét af embætti árið 1996.

Farsælt samstarf Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Landsbankans

Árið 2001 varð Vigdís við þeirri umleitan Háskóla Íslands að Stofnun í erlendum tungumálum yrði við hana kennd. Stofnuninni er ætlað að efla rannsóknir og kennslu í erlendum tungumálum og vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og menningarlæsis.

Landsbankinn hefur átt mjög farsælt samstarf við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í gegnum tíðina og hefur stutt dyggilega við starfsemi hennar. Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar hefur hlotið viðurkenningu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er starfrækt í Veröld – húsi Vigdísar sem var vígt 20. apríl 2017.

Vigdís talsmaður tungumála á heimsvísu

Vigdís hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO (Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO í tungumálum) frá árinu 1999. Hlutverk velgjörðarsendiherra felst í því að vekja athygli á mikilvægi tungumála fyrir menningarlega fjölbreytni og standa vörð um tungumál sem eru í útrýmingarhættu.

Áhugi Vigdísar á tungumálum og menningarlæsi á sér langa sögu. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París og hún er með BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla og kenndi um árabil erlend tungumál í framhaldsskólum og við Háskóla Íslands. Þá var hún brautryðjandi á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu hér á landi. Vigdís hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa á alþjóðavettvangi og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt. Þá hefur hún verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við marga erlenda háskóla, þar á meðal háskólana í Grenoble og Bordeaux í Frakklandi, Smith College í Bandaríkjunum, háskólana í Manitoba í Kanada og Gautaborg í Svíþjóð, Gashuin háskóla í Tókýó auk Háskóla Íslands.

Landsbankinn óskar Vigdísi og þjóðinni allri hjartanlega til hamingju með þessi merku tímamót.

Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Þú gætir einnig haft áhuga á
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur