Fréttir

40 ár frá sögu­legu for­seta­kjöri Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur

Við fögnum þeim merku tímamótum að fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands þann 29. júní 1980. Með kjöri Vigdísar var brotið blað í veraldarsögunni, en hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum.
Vigdís Finnbogadóttir
29. júní 2020

Við fögnum þeim merku tímamótum að fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands þann 29. júní 1980. Með kjöri Vigdísar var brotið blað í veraldarsögunni, en hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum. Í embættistíð sinni lagði hún mikla áherslu á íslenska tungu og menningu en ekki síður á mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir jákvæð samskipti Íslendinga við umheiminn. Vigdís lét af embætti árið 1996.

Farsælt samstarf Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Landsbankans

Árið 2001 varð Vigdís við þeirri umleitan Háskóla Íslands að Stofnun í erlendum tungumálum yrði við hana kennd. Stofnuninni er ætlað að efla rannsóknir og kennslu í erlendum tungumálum og vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og menningarlæsis.

Landsbankinn hefur átt mjög farsælt samstarf við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í gegnum tíðina og hefur stutt dyggilega við starfsemi hennar. Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar hefur hlotið viðurkenningu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er starfrækt í Veröld – húsi Vigdísar sem var vígt 20. apríl 2017.

Vigdís talsmaður tungumála á heimsvísu

Vigdís hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO (Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO í tungumálum) frá árinu 1999. Hlutverk velgjörðarsendiherra felst í því að vekja athygli á mikilvægi tungumála fyrir menningarlega fjölbreytni og standa vörð um tungumál sem eru í útrýmingarhættu.

Áhugi Vigdísar á tungumálum og menningarlæsi á sér langa sögu. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París og hún er með BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla og kenndi um árabil erlend tungumál í framhaldsskólum og við Háskóla Íslands. Þá var hún brautryðjandi á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu hér á landi. Vigdís hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa á alþjóðavettvangi og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt. Þá hefur hún verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við marga erlenda háskóla, þar á meðal háskólana í Grenoble og Bordeaux í Frakklandi, Smith College í Bandaríkjunum, háskólana í Manitoba í Kanada og Gautaborg í Svíþjóð, Gashuin háskóla í Tókýó auk Háskóla Íslands.

Landsbankinn óskar Vigdísi og þjóðinni allri hjartanlega til hamingju með þessi merku tímamót.

Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur