Fréttir

40 ár frá sögu­legu for­seta­kjöri Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur

Við fögnum þeim merku tímamótum að fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands þann 29. júní 1980. Með kjöri Vigdísar var brotið blað í veraldarsögunni, en hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum.
Vigdís Finnbogadóttir
29. júní 2020

Við fögnum þeim merku tímamótum að fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands þann 29. júní 1980. Með kjöri Vigdísar var brotið blað í veraldarsögunni, en hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum. Í embættistíð sinni lagði hún mikla áherslu á íslenska tungu og menningu en ekki síður á mikilvægi tungumálakunnáttu fyrir jákvæð samskipti Íslendinga við umheiminn. Vigdís lét af embætti árið 1996.

Farsælt samstarf Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Landsbankans

Árið 2001 varð Vigdís við þeirri umleitan Háskóla Íslands að Stofnun í erlendum tungumálum yrði við hana kennd. Stofnuninni er ætlað að efla rannsóknir og kennslu í erlendum tungumálum og vekja athygli á mikilvægi tungumálakunnáttu og menningarlæsis.

Landsbankinn hefur átt mjög farsælt samstarf við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í gegnum tíðina og hefur stutt dyggilega við starfsemi hennar. Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar hefur hlotið viðurkenningu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og er starfrækt í Veröld – húsi Vigdísar sem var vígt 20. apríl 2017.

Vigdís talsmaður tungumála á heimsvísu

Vigdís hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra tungumála hjá UNESCO (Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO í tungumálum) frá árinu 1999. Hlutverk velgjörðarsendiherra felst í því að vekja athygli á mikilvægi tungumála fyrir menningarlega fjölbreytni og standa vörð um tungumál sem eru í útrýmingarhættu.

Áhugi Vigdísar á tungumálum og menningarlæsi á sér langa sögu. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París og hún er með BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla og kenndi um árabil erlend tungumál í framhaldsskólum og við Háskóla Íslands. Þá var hún brautryðjandi á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu hér á landi. Vigdís hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa á alþjóðavettvangi og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt. Þá hefur hún verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við marga erlenda háskóla, þar á meðal háskólana í Grenoble og Bordeaux í Frakklandi, Smith College í Bandaríkjunum, háskólana í Manitoba í Kanada og Gautaborg í Svíþjóð, Gashuin háskóla í Tókýó auk Háskóla Íslands.

Landsbankinn óskar Vigdísi og þjóðinni allri hjartanlega til hamingju með þessi merku tímamót.

Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Reykjastræti
23. jan. 2024
Skert þjónusta í hraðbönkum vegna kerfisuppfærslu
Vegna kerfisuppfærslu verða hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki lokuð milli kl. 21.00 og 23.30 þriðjudagskvöldið 23. janúar.
Ánægjuvogin
19. jan. 2024
Efstur banka í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Austurbakki
18. jan. 2024
Przedłużamy możliwe rozwiązania dla mieszkańców Grindavíku
Na samym początku klęski żywiołowej Landsbankinn zaproponował wszystkim mieszkańcom Grindavíku program ochrony płatności obowiązujący przez okres sześciu miesięcy, a ponadto zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych na okres trzech miesięcy. W związku z sytuacją, w której znaleźli się mieszkańcy Grindavíku, postanowiliśmy przedłużyć okres, w którym obowiązuje zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych o dodatkowe trzy miesiące, tj. do końca kwietnia br.
Austurbakki
18. jan. 2024
Við framlengjum úrræði fyrir Grindvíkinga
Strax í upphafi hamfaranna bauð Landsbankinn öllum Grindvíkingum greiðsluskjól í sex mánuði og einnig felldum við niður vexti og verðbætur á íbúðalánum þeirra í þrjá mánuði. Í ljósi þeirrar stöðu sem Grindvíkingar eru í höfum við ákveðið að framlengja þann tíma sem íbúðalán þeirra bera hvorki vexti né verðbætur um þrjá mánuði til viðbótar, þ.e. til aprílloka.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur