Fréttir

Lána­sjóð­ur sveit­ar­fé­laga: Út­boð á græn­um skulda­bréf­um

Lánasjóður sveitarfélaga efnir til fyrsta útboðs sjóðsins á nýjum grænum skuldabréfaflokki, LSS040440 GB, miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður til 20 ára, með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og 1,50% föstum ársvöxtum. Lokagjalddagi er 4. apríl 2040.
17. febrúar 2020

Lánasjóður sveitarfélaga efnir til fyrsta útboðs sjóðsins á nýjum grænum skuldabréfaflokki, LSS040440 GB, miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður til 20 ára, með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og 1,50% föstum ársvöxtum. Lokagjalddagi er 4. apríl 2040. Lánasjóðurinn stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð 500 til 1.000 milljónir króna að nafnvirði en áskilur sér rétt til að hækka og lækka útboðsfjárhæð útboðsins.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið í flokknum. Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að taka eða afþakka hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta. Heimilt er að afturkalla eða breyta tilboði með sama hætti og tilboðum er skilað inn, sé það gert fyrir lok útboðsfrest. Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. a lið, 1. mgr., 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður miðvikudaginn 26. febrúar 2020. Útgefandi mun óska eftir töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Vottuð umgjörð fyrir græn skuldabréf

Lánasjóðurinn hefur fengið vottun á græna umgjörð (e. Green Bond Framework) sjóðsins í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf. Græna umgjörðin byggir á alþjóðlegum viðmiðum (e. Green Bond Principles) sem ICMA, (Alþjóðasamtök aðila á verðbréfamarkaði) hefur sett saman og byggja á fjórum grunnstoðum: 1) Skilgreining á ráðstöfun fjármuna, 2) ferli um mat á verkefnum, 3) stýring fjármuna og 4) upplýsingagjöf til fjárfesta. Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum.

Verkefni sem fjármögnuð verða með grænum skuldabréfum þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í umgjörð Lánasjóðsins. Dæmi um verkefni eru: Vistvænar byggingar, umhverfisvænar samgöngur, endurnýjanleg orka, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða (úrgangs).

Græna umgjörðin hefur hlotið vottun frá Sustainalytics, sem er alþjóðlegur viðurkenndur vottunaraðili. Samkvæmt vottuninni er umgjörð Lánasjóðsins trúverðug, áhrifarík, gagnsæ og í samræmi við alþjóðleg viðmið.

Grunnlýsing, endanlegir skilmálar, græn umgjörð og vottun frá Sustainalytics og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu á þeim verður hægt að nálgast á vefsíðu sjóðsins,

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 19. febrúar 2020 á netfangið verdbrefamidlun@landsbankinn.is

Lánasjóður sveitarfélaga

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Námsstyrkir 2024
3. júní 2024
Bankinn úthlutar námsstyrkjum að upphæð 8 milljónir króna
Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til sextán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 31. maí. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta og fimmta skipti og heildarupphæð námsstyrkjanna nemur átta milljónum króna. Alls bárust um 400 umsóknir í ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur