Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lána­sjóð­ur sveit­ar­fé­laga: Út­boð á græn­um skulda­bréf­um

Lánasjóður sveitarfélaga efnir til fyrsta útboðs sjóðsins á nýjum grænum skuldabréfaflokki, LSS040440 GB, miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður til 20 ára, með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og 1,50% föstum ársvöxtum. Lokagjalddagi er 4. apríl 2040.
17. febrúar 2020

Lánasjóður sveitarfélaga efnir til fyrsta útboðs sjóðsins á nýjum grænum skuldabréfaflokki, LSS040440 GB, miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður til 20 ára, með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta, á sex mánaða fresti og 1,50% föstum ársvöxtum. Lokagjalddagi er 4. apríl 2040. Lánasjóðurinn stefnir að því að taka tilboðum að fjárhæð 500 til 1.000 milljónir króna að nafnvirði en áskilur sér rétt til að hækka og lækka útboðsfjárhæð útboðsins.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið í flokknum. Lánasjóðurinn áskilur sér rétt til að taka eða afþakka hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta. Heimilt er að afturkalla eða breyta tilboði með sama hætti og tilboðum er skilað inn, sé það gert fyrir lok útboðsfrest. Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. a lið, 1. mgr., 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður miðvikudaginn 26. febrúar 2020. Útgefandi mun óska eftir töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Vottuð umgjörð fyrir græn skuldabréf

Lánasjóðurinn hefur fengið vottun á græna umgjörð (e. Green Bond Framework) sjóðsins í þeim tilgangi að gefa út græn skuldabréf. Græna umgjörðin byggir á alþjóðlegum viðmiðum (e. Green Bond Principles) sem ICMA, (Alþjóðasamtök aðila á verðbréfamarkaði) hefur sett saman og byggja á fjórum grunnstoðum: 1) Skilgreining á ráðstöfun fjármuna, 2) ferli um mat á verkefnum, 3) stýring fjármuna og 4) upplýsingagjöf til fjárfesta. Tilgangur fyrirhugaðrar skuldabréfaútgáfu er að fjármagna verkefni sveitarfélaga sem stuðla að umhverfisvernd og sporna gegn loftslagbreytingum.

Verkefni sem fjármögnuð verða með grænum skuldabréfum þurfa að uppfylla þau skilyrði sem koma fram í umgjörð Lánasjóðsins. Dæmi um verkefni eru: Vistvænar byggingar, umhverfisvænar samgöngur, endurnýjanleg orka, fráveitur og meðhöndlun aukaafurða (úrgangs).

Græna umgjörðin hefur hlotið vottun frá Sustainalytics, sem er alþjóðlegur viðurkenndur vottunaraðili. Samkvæmt vottuninni er umgjörð Lánasjóðsins trúverðug, áhrifarík, gagnsæ og í samræmi við alþjóðleg viðmið.

Grunnlýsing, endanlegir skilmálar, græn umgjörð og vottun frá Sustainalytics og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu á þeim verður hægt að nálgast á vefsíðu sjóðsins,

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 19. febrúar 2020 á netfangið verdbrefamidlun@landsbankinn.is

Lánasjóður sveitarfélaga

Þú gætir einnig haft áhuga á
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi: