Fréttir

Við­vör­un vegna svika­pósta

Valitor hefur varað við svikapóstum sem sendir hafa verið til almennings í nafni Valitor. Fólki er eindregið ráðlagt að opna ekki póstana, smella ekki á hlekki sem fylgja og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum strax.
17. desember 2019

Valitor hefur varað við svikapóstum sem sendir hafa verið til almennings í nafni Valitor. Fólki er eindregið ráðlagt að opna ekki póstana, smella ekki á hlekki sem fylgja og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum strax.

Í viðvörun Valitors er tekið fram að fyrirtækið biður aldrei um kortaupplýsingar í tölvupósti.

Þá hafa undanfarið komið upp dæmi um tilraunir til netsvindls í gjafaleikjum sem eru látnir líta út fyrir að vera á vegum íslenskra fyrirtækja. Svikatilraunirnar má m.a. þekkja af því að óskað er eftir kreditkortaupplýsingum í leikjunum. Viðskiptavinum er bent á að taka ekki þátt í slíkum leikjum og gefa ekki upp kreditkortaupplýsingar.

Ekki gefa upp kortaupplýsingar

Landsbankinn bendir viðskiptavinum á að bankar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir hafa aldrei samband að fyrra bragði, s.s. með tölvupósti, símtali, á Facebook Messenger eða SMS-skilaboðum, og biðja um að fá kortaupplýsingar.

Þá bendum við á að á Umræðunni eru aðgengileg myndbönd og upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja og varast fjársvik á netinu.

Svik í gegnum tölvupóst og smáskilaboðNetöryggi - Verum vakandi

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur