Viðvörun vegna svikapósta
Valitor hefur varað við svikapóstum sem sendir hafa verið til almennings í nafni Valitor. Fólki er eindregið ráðlagt að opna ekki póstana, smella ekki á hlekki sem fylgja og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar. Best er að eyða póstinum strax.
Í viðvörun Valitors er tekið fram að fyrirtækið biður aldrei um kortaupplýsingar í tölvupósti.
Þá hafa undanfarið komið upp dæmi um tilraunir til netsvindls í gjafaleikjum sem eru látnir líta út fyrir að vera á vegum íslenskra fyrirtækja. Svikatilraunirnar má m.a. þekkja af því að óskað er eftir kreditkortaupplýsingum í leikjunum. Viðskiptavinum er bent á að taka ekki þátt í slíkum leikjum og gefa ekki upp kreditkortaupplýsingar.
Ekki gefa upp kortaupplýsingar
Landsbankinn bendir viðskiptavinum á að bankar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir hafa aldrei samband að fyrra bragði, s.s. með tölvupósti, símtali, á Facebook Messenger eða SMS-skilaboðum, og biðja um að fá kortaupplýsingar.
Þá bendum við á að á Umræðunni eru aðgengileg myndbönd og upplýsingar um hvernig hægt er að þekkja og varast fjársvik á netinu.
Svik í gegnum tölvupóst og smáskilaboðNetöryggi - Verum vakandi









