Landsbankinn veitir framkvæmdalán vegna áfangaheimilis Kvennaathvarfsins
![Frá undirritun á samningi um fjármögnun, fv.: Árni Matthíasson, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Arnheiður Klausen Gísladóttir, forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.](https://images.prismic.io/landsbankinn/924d83d5-9879-4d7a-91e4-119ba929c5d0_Kvennaathvarf-undirritun-1180.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,0,1180,664&q=50)
Samningar vegna byggingar og fjármögnunar framkvæmda við 18 íbúða áfangaheimili Kvennaathvarfsins voru undirritaðir 28. nóvember. Landsbankinn veitir framkvæmdalán vegna áfangaheimilisins á verktímanum.
Í áfangaheimilinu verða 12 stúdíóíbúðir og 6 þriggja herbergja íbúðir. Framkvæmdir hefjast þann 1. febrúar 2020 og er áætlað að þeim ljúki sumarið 2021. Undirbúningur byggingarinnar hófst árið 2017 með söfnunarátakinu Byggjum von um betra líf á vegum átaksins Á allra vörum sem lauk með söfnunarþætti í samvinnu við RÚV og Sjónvarp Símans. Alls söfnuðust um 80 milljónir króna í átakinu. Verkefnið hefur einnig hlotið stofnframlög frá Íbúðalánasjóði og Reykjavíkurborg í almenna íbúðakerfinu. Því til viðbótar hafa félagasamtökin Oddfellowreglan, Soroptimistar, Zonta og kvenfélög auk margra annarra stutt veglega við verkefnið.
Aðgangur að húsnæði á sanngjörnum kjörum með nauðsynlegri vernd og stuðningi Kvennaathvarfsins getur skipt sköpum um hvernig konum og börnum gengur að byggja nýtt líf, þegar fjölskyldurnar þurfa ekki lengur á neyðarathvarfi að halda. Áfangaheimilið verður því viðbót við núverandi þjónustu neyðarathvarfs Samtaka um Kvennaathvarf, svokallað millistigshúsnæði. Þar munu konur og börn sem flúið hafa ofbeldi í nánu sambandi geta eignast eigið heimili á meðan þær koma aftur undir sig fótunum.
Verktaki byggingarinnar er Alverk ehf. Hönnuðir eru Þorleifur Eggertsson hjá Tendra arkitektum, Lota verkfræðistofa, Teiknistofan Storð og Trivium.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/ZvFHsrVsGrYSvq8T_fjarmalamot-okt-2024.png?fit=max&w=3840&rect=917,0,1483,1112&q=50)
![Netöryggi](https://images.prismic.io/landsbankinn/a4f91a12-f6c1-4ce2-a703-d1175758ccdd_Netoryggi_1920-1080_031121.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,0,2880,2160&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2VAupbqstJ98uU4_landsbankinn_styrkur_19122024_hopmynd_16_9.jpg?fit=max&w=3840&rect=375,0,2251,1688&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2LjuJbqstJ98pIP_dagatal_lb_2025.jpg?fit=max&w=3840&rect=1000,0,6000,4500&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2PN0ZbqstJ98qb4_jolakrans-2008x3071.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,1285,2008,1506&q=50)
![Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z1K8jJbqstJ98HJI_landsbankinn_hopmynd_05122024.jpg?fit=max&w=3840&rect=228,0,3201,2401&q=50)
![Kona með hund](https://images.prismic.io/landsbankinn/fb20c99d-7eaf-43c0-bcc8-ec09bb794912_2400x1601-LB_Gudrun_Svava_RIM109511.jpg?fit=max&w=3840&rect=133,0,2135,1601&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z07giJbqstJ97-zJ_Skak2.jpg?fit=max&w=3840&rect=324,32,1169,877&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z0mNIJbqstJ9748__Hamborgartred_2024_digital-fb_cover.png?fit=max&w=3840&rect=442,0,3489,2617&q=50)
![Austurbakki](https://images.prismic.io/landsbankinn/d45c2d66-ad81-4a91-ad4e-70978c81c5f1_Landsbanki_Head_Offices_DSC03808.jpg?fit=max&w=3840&rect=120,0,1920,1440&q=50)