Fréttir

Lands­bank­inn veit­ir fram­kvæmdalán vegna áfanga­heim­il­is Kvenna­at­hvarfs­ins

Samningar vegna byggingar og fjármögnunar framkvæmda við 18 íbúða áfangaheimili Kvennaathvarfsins voru undirritaðir 28. nóvember. Landsbankinn veitir framkvæmdalán vegna áfangaheimilisins á verktímanum.
Frá undirritun á samningi um fjármögnun, fv.: Árni Matthíasson, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Arnheiður Klausen Gísladóttir, forstöðumaður Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
28. nóvember 2019

Samningar vegna byggingar og fjármögnunar framkvæmda við 18 íbúða áfangaheimili Kvennaathvarfsins voru undirritaðir 28. nóvember. Landsbankinn veitir framkvæmdalán vegna áfangaheimilisins á verktímanum.

Í áfangaheimilinu verða 12 stúdíóíbúðir og 6 þriggja herbergja íbúðir. Framkvæmdir hefjast þann 1. febrúar 2020 og er áætlað að þeim ljúki sumarið 2021. Undirbúningur byggingarinnar hófst árið 2017 með söfnunarátakinu Byggjum von um betra líf á vegum átaksins Á allra vörum sem lauk með söfnunarþætti í samvinnu við RÚV og Sjónvarp Símans. Alls söfnuðust um 80 milljónir króna í átakinu. Verkefnið hefur einnig hlotið stofnframlög frá Íbúðalánasjóði og Reykjavíkurborg í almenna íbúðakerfinu. Því til viðbótar hafa félagasamtökin Oddfellowreglan, Soroptimistar, Zonta og kvenfélög auk margra annarra stutt veglega við verkefnið.

Aðgangur að húsnæði á sanngjörnum kjörum með nauðsynlegri vernd og stuðningi Kvennaathvarfsins getur skipt sköpum um hvernig konum og börnum gengur að byggja nýtt líf, þegar fjölskyldurnar þurfa ekki lengur á neyðarathvarfi að halda. Áfangaheimilið verður því viðbót við núverandi þjónustu neyðarathvarfs Samtaka um Kvennaathvarf, svokallað millistigshúsnæði. Þar munu konur og börn sem flúið hafa ofbeldi í nánu sambandi geta eignast eigið heimili á meðan þær koma aftur undir sig fótunum.

Verktaki byggingarinnar er Alverk ehf. Hönnuðir eru Þorleifur Eggertsson hjá Tendra arkitektum, Lota verkfræðistofa, Teiknistofan Storð og Trivium.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Togari við Vestmannaeyjar
2. des. 2023
Tæplega fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ísfélags hf.
Almennu hlutafjárútboði Ísfélags hf. lauk kl. 14.00 þann 1. desember. Alls bárust um 6.500 áskriftir að andvirði um 58 ma.kr. sem samsvarar tæplega fjórfaldri eftirspurn. Rúmlega fimmföld eftirspurn var eftir þeim hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók A og rúmlega þreföld eftirspurn var eftir hlutum sem boðnir voru í áskriftarbók B.
Fjármálamót á pólsku
1. des. 2023
Udana Konferencja Finansowa w języku polskim
Konferencja Finansowa to nazwa cyklu zebrań informacyjnych Landsbankinn, takich jak to, które odbyło się wczoraj, czyli w środę, dnia 29 listopada 2023 roku, po raz pierwszy po polsku dla polskich klientów. Zebranie przebiegło bardzo dobrze i cieszyło się niezłą frekwencją. Zebrani zadawali dużo pytań dotyczących nie tylko kredytów hipotecznych, różnych rodzajów kart kredytowych czy dobrowolnego funduszu emerytalnego.
Fjármálamót á pólsku
30. nóv. 2023
Vel heppnað Fjármálamót á pólsku
Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og í gær, miðvikudaginn 29. nóvember 2023, héldum við slíkan fund í fyrsta sinn á pólsku fyrir pólskumælandi viðskiptavini. Fundurinn tókst afar vel, var vel sóttur og fundargestir spurðu mikið, ekki síst um íbúðalán, mismunandi kreditkort og viðbótarlífeyrissparnað.
Tölva á borði
30. nóv. 2023
Umræðuvefur Landsbankans einnig á ensku – „The Forum“
Nú birtist Umræðan, efnis- og fréttaveita Landsbankans, einnig á ensku. Við viljum leggja okkar af mörkum til að fræða alla landsmenn um fjármál, efnahagsmál, netöryggi og annað sem er efst á baugi hverju sinni.
28. nóv. 2023
Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Grindavík
23. nóv. 2023
Engir vextir eða verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði
Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.
Magnús Baldvin Friðriksson
23. nóv. 2023
Magnús Baldvin til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf
Magnús Baldvin Friðriksson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf bankans.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur