Yfir 200 sóttu fræðslufund Landsbankans um netöryggismál
Á fundinum fjölluðu netöryggissérfræðingar hjá Landsbankanum um hvernig bera má kennsl á fjársvikatilraunir og hvaða aðferðum fyrirtæki geta beitt til að koma í veg fyrir fjártjón af völdum netsvika. Fjallað var um þekktar aðferðir netsvikara og hvernig fjársvikatilraunir hafa þróast undanfarna mánuði.
Október er sérstaklega helgaður baráttunni fyrir auknu netöryggi í Evrópu og var fundurinn hluti af því átaki.
Fræðsluefni á Umræðunni
Fjársvikum á netinu hefur fjölgað mikið að undanförnu og svikararnir herja bæði á fyrirtæki og einstaklinga. Landsbankinn tekur öryggismál mjög alvarlega og hefur bæði haldið fundi fyrir fyrirtæki og birt aðgengilegt fræðsluefni á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu bankans.