Breytingar á gjaldskrá vegna Priority Pass korta
Gjald vegna heimsókna í Priority Pass biðstofur á flugvöllum mun hækka úr 2.900 kr. í 3.900 kr. frá og með 21. október 2019. Um leið leggst á 1.900 kr. gjald vegna endurútgáfu Priority Pass korta.
Korthafar Priority Pass korta geta fengið aðgang að yfir 1.200 betri stofum á flugvöllum víða um heim og er aðgangurinn óháður flugfélagi og því farrými sem ferðast er á. Í betri stofum á flugvöllum er hægt að bíða eftir brottför í ró og næði, lesa blöð og njóta veitinga, laus við þann skarkala og annríki sem oft einkennir erilsama flugvelli.
Upplýsingar um þjónustu og biðstofur eru í Priority Pass appinu og á vefsíðunni www.prioritypass.com.