Fréttir

Lands­bank­inn og Lands­bréf taka inn­leið­ingu ábyrgra fjár­fest­inga á næsta stig

Reitun ehf., Landsbankinn og Landsbréf hafa skrifað undir þjónustusamning um kaup Landsbankans og Landsbréfa á framkvæmd UFS reitunar (e. ESG rating) á útgefendum hlutabréfa og skuldabréfa í stýringu félaganna.
4. júlí 2019 - Landsbankinn

Landsbankinn og Landsbréf hafa sett sér metnaðarfulla stefnu um ábyrgar fjárfestingar sem eru fjárfestingaraðferðir sem taka mið af umhverfislegum og félagslegum þáttum sem og stjórnarháttum (UFS) við fjárfestingarákvarðanir. Markmiðið er að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma.

Markmiðið með samningnum er að færa innleiðingu á starfsháttum ábyrgra fjárfestinga á næsta stig og halda þannig áfram þeirri vegferð sem bankinn og dótturfélag hans, Landsbréf, hafa markað sér undanfarin ár.

UFS reitun hefur verið samstarfsverkefni Reitunar, Klappa - grænna lausna og Þrastar Ólafs Sigurjónssonar, dósents hjá HÍ, sem snýst um að byggja upp og þróa UFS reitun fyrir innlendan markað. Mikill vöxtur hefur verið í slíkum reitunum erlendis við fjárfestingarákvarðanir og innlendir fjárfestar eru að tileinka sér þær hratt. UFS reitun leggur mat á hvernig fyrirtæki standa sig í þeim þáttum sem lúta að UFS og með þeim hætti er hægt að sjá styrkleika sem og veikleika þeirra þátta ásamt einkunnum og samanburði við aðra. Þjónusta Reitunar varðandi UFS reitun mun byggja á stafrænum lausnum ásamt hefðbundinni greiningarvinnu.

Ólafur Ásgeirsson, stofnandi og eigandi Reitunar ehf., segir að samningurinn sé afar ánægjulegur og að það sé jákvætt að Landsbankinn og Landsbréf stígi nú þetta skref með Reitun. „Við höfum lengi talið að þörf væri á þjónustu sem þessari hér á okkar heimamarkaði og hlökkum til samstarfsins. Við munum leggja okkur sem best fram um að stuðla að því að bankinn og Landsbréf nái settum markmiðum með samningunum.“

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, og Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segja samninginn vera mikilvægt skref í þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð varðandi ábyrgar fjárfestingar. „Við settum okkur metnaðarfulla stefnu varðandi ábyrgar fjárfestingar strax á árinu 2013 og höfum síðan þá innleitt þá stefnu í fjárfestingarákvarðanir. Þessum þjónustusamningi er ætlað að gera þá vinnu skilvirkari og faglegri miðað við nýjustu viðmið á hverjum tíma.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjármálamót Hvernig stækkað ég fyrirtækið mitt
14. feb. 2025
Hvernig stækka ég fyrirtækið mitt? Opinn fundur á Akureyri 20. febrúar
Á opnum fundi Landsbankans næstkomandi fimmtudag, 20. febrúar kl. 16.30, ætla eigendur og stjórnendur þriggja fyrirtækja á Akureyri og í Eyjafirði fjalla um hvernig þeir stækkuðu sín fyrirtæki og hvaða áskoranir þeir tókust á við á þeirri vegferð.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur