Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn styrk­ir fimmtán framúrsk­ar­andi náms­menn

Landsbankinn úthlutaði námsstyrkjum til fimmtán námsmanna úr Samfélagssjóði bankans þann 5. júní sl. Styrkirnir voru veittir í þrítugasta skipti. Heildarupphæð námsstyrkja nemur sex milljónum króna sem er hæsta styrkveiting banka af þessu tagi á Íslandi. Alls bárust rúmlega 300 umsóknir.
Styrkþegar og fulltrúar styrkþega ásamt Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans og Runólfi S. Steinþórssyni formanni dómnefndar.
7. júní 2019 - Landsbankinn

Veittir eru styrkir í fimm flokkum til framhaldsskólanema, iðn- og verknema, háskólanema, til háskólanema í framhaldsnámi og listnema. Landsbankinn er eini bankinn sem veitir sérstaka listnámsstyrki.

Dómnefndin leitaðist við að velja metnaðarfulla, framúrskarandi námsmenn með athyglisverða framtíðarsýn sem nefndin taldi líklega til að auðga íslenskt samfélag í framtíðinni. Einnig var litið til annarra atriða við valið, svo sem rannsókna og greinaskrifa, sjálfboðaliðastarfa, þátttöku í íþróttum og í félagsstarfi, svo nokkuð sé nefnt.

Styrkþegar námsstyrkja Landsbankans 2019

Styrkir til framhaldsskólanáms – 200.000 kr. hver

  • Alexandra Rós Norðkvist – Menntaskóli í tónlist
  • Bjarki Daníel Þórarinsson – Menntaskólinn í Reykjavík
  • Daniel Thor Myer – Menntaskólinn í Reykjavík

Styrkir til iðn- og verknáms – 400.000 kr. hver

  • Axel Orri Sigurðsson – flugvirkjun við Tækniskólann
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir– garðyrkjuframleiðsla við Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Ólöf Ásta Arnþórsdóttir– atvinnuflugnám hjá Keili

Styrkir til háskólanáms – 400.000 kr. hver

  • Guðlaug Björt Júlíusdóttir – véla- og tæknifræði við Florida Institute of Technology
  • Ingvar Þóroddsson – rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands
  • Sigríður Kolbrún Kristinsdóttir – alþjóðleg ferðamálafræði við Griffith-háskóla

Styrkir til háskólanáms á framhaldsstigi – 500.000 kr. hver

  • Dagur Tómas Ásgeirsson – meistaranám í stærðfræði við Oxford-háskóla
  • Freyja Björk Dagbjartsdóttir– doktorsnám í rafefnaverkfræði við Cambridge-háskóla
  • Ingvi Hrannar Ómarsson – meistaranám í kennslufræðum við Stanford-háskóla

Styrkir til listnáms – 500.000 kr. hver

  • Edda Steingrímsdóttir – meistaranám í arkitektúr við Harvard-háskóla
  • Lilja María Ásmundsdóttir – doktorsnám í tónsmíðum við City, University of London
  • Maksymilian Haraldur Frach – meistaranám í fiðluleik við Tónlistarakademíuna í Kraká.

Í dómnefnd sátu: Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Háskóla Íslands, Jakobína H. Árnadóttir, mannauðsráðgjafi hjá Capacent, Guðrún Norðfjörð, markaðsstjóri Forlagsins og Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans.

Nánar um námsstyrki Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi: