Fréttir

Hluta­fjárút­boð Marel hefst 29. maí 2019

Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) heldur almennt hlutafjárútboð í tengslum við áformaða skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam.
28. maí 2019

Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) heldur almennt hlutafjárútboð í tengslum við áformaða skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam.

Hlutafjárútboðið skiptist í:

  1. Almennt hlutafjárútboð á Íslandi
  2. Almennt hlutafjárútboð í Hollandi
  3. Alþjóðlegt útboð til fagfjárfesta sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum./li>

Áskriftartímabil í hlutafjárútboðinu hefst kl. 7:00 GMT 29. maí 2019. Almennu hlutafjárútboði á Íslandi og í Hollandi lýkur kl. 15:30 GMT 5. júní 2019 og alþjóðlegu útboði til fagfjárfesta lýkur klukkan 13:00 GMT 6. júní 2019.

Boðnir verða til sölu allt að 90.909.091 nýir hlutir í Marel ásamt því sem Marel hefur veitt umsjónaraðilum útboðsins kauprétt að allt að 9.090.909 nýjum hlutum í Marel til að mæta umframeftirspurn og vegna verðjöfnunaraðgerða í kjölfar útboðsins. Ef kauprétturinn verður nýttur að fullu mun hlutafjáraukning í Marel nema u.þ.b. 15% af útgefnum hlutum í félaginu.

Heildarfjöldi hluta í Marel fyrir hlutafjáraukninguna er 671.007.916 hlutir. Hver hlutur er ein króna að nafnverði og eru allir hlutirnir í einum flokki. Auðkenni hlutanna er MAREL og ISIN er 0000000388.

Allir hlutir í hlutafjárútboðinu verða boðnir til sölu á sama verði sem verður á bilinu [x-y] evrur á hvern hlut í félaginu. Að áskriftartímabilinu loknu mun stjórn Marel ákveða útboðsgengi sem verður það sama til allra sem fá úthlutað hlutum í útboðinu.

Úthlutun í hlutafjárútboðinu verður ákveðin einhliða af Marel.

Lágmarksáskrift í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi er að kaupverði 1.000 evrur en ekkert hámark er á áskriftum.

Þátttakendur í almennu hlutafjárútboði á Íslandi og í Hollandi munu njóta forgangs við úthlutun þannig að hver þeirra mun fá úthlutað hlutum að kaupverði a.m.k. 5.000 evrur (eða minna ef áskrift þeirra er lægri). Ef heildaráskriftir í almenna hlutafjárútboðinu nema meira en 10% af heildarfjölda þeirra hluta sem boðnir eru til sölu í hlutafjárútboðinu verða áskriftir þátttakenda skertar hlutfallslega (pro rata).

Niðurstöður hlutafjárútboðsins verða birtar opinberlega í síðasta lagi fyrir opnun markaða í Hollandi og á Íslandi [xx 2019].

Allar áskriftir í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi eru gerðar í evrum en allar greiðslur skulu fara fram í íslenskum krónum miðað við skráð gengi evru hjá Seðlabanka Íslands á lokadegi útboðsins [XX. júní 2019].

Allir seldir hlutir í hlutafjárútboðinu verða gefnir út hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð og endurútgefnir í evrum hjá Euroclear í Hollandi.

Óskað hefur verið eftir því að hlutirnir verði teknir til viðskipta í Euronext kauphöllinni í Amsterdam. Gert er ráð fyrir að skilyrt viðskipti hefjist 7. júní 2019 og óskilyrt viðskipti hefjist 12. júní 2019. Skilyrt viðskipti eru háð því að hlutirnir verði teknir til viðskipta á Euronext í Amsterdam.

Arion banki og Landsbankinn eru umsjónaraðilar almenna útboðsins á Íslandi. Citigroup og J.P. Morgan eru umsjónaraðilar með alþjóðlegu hlutafjárútboði Marel og töku hlutanna til viðskipta hjá Euronext í Amsterdam. ABN AMRO Bank, ING Bank og, Coöperative Rabobank eru umsjónaraðilar almenna útboðsins í Hollandi.

Nánari upplýsingar um Marel, hlutabréf í félaginu, áhættuþætti og skilmála hlutafjárútboðsins má finna í lýsingu Marel sem dagsett er 28. maí 2019.

Samantekt þessi er þýðing upplýsinga sem fram koma í lýsingu sem birt hefur verið á ensku. Ef misræmi er milli íslenskrar þýðingar og lýsingarinnar þá gildir lýsingin.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Reykjastræti
23. jan. 2024
Skert þjónusta í hraðbönkum vegna kerfisuppfærslu
Vegna kerfisuppfærslu verða hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki lokuð milli kl. 21.00 og 23.30 þriðjudagskvöldið 23. janúar.
Ánægjuvogin
19. jan. 2024
Efstur banka í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Austurbakki
18. jan. 2024
Przedłużamy możliwe rozwiązania dla mieszkańców Grindavíku
Na samym początku klęski żywiołowej Landsbankinn zaproponował wszystkim mieszkańcom Grindavíku program ochrony płatności obowiązujący przez okres sześciu miesięcy, a ponadto zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych na okres trzech miesięcy. W związku z sytuacją, w której znaleźli się mieszkańcy Grindavíku, postanowiliśmy przedłużyć okres, w którym obowiązuje zniesienie odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych o dodatkowe trzy miesiące, tj. do końca kwietnia br.
Austurbakki
18. jan. 2024
Við framlengjum úrræði fyrir Grindvíkinga
Strax í upphafi hamfaranna bauð Landsbankinn öllum Grindvíkingum greiðsluskjól í sex mánuði og einnig felldum við niður vexti og verðbætur á íbúðalánum þeirra í þrjá mánuði. Í ljósi þeirrar stöðu sem Grindvíkingar eru í höfum við ákveðið að framlengja þann tíma sem íbúðalán þeirra bera hvorki vexti né verðbætur um þrjá mánuði til viðbótar, þ.e. til aprílloka.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur