Hlutafjárútboð Marel hefst 29. maí 2019
Marel hf. („Marel“ eða „félagið“) heldur almennt hlutafjárútboð í tengslum við áformaða skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam.
Hlutafjárútboðið skiptist í:
- Almennt hlutafjárútboð á Íslandi
- Almennt hlutafjárútboð í Hollandi
- Alþjóðlegt útboð til fagfjárfesta sem uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt lögum./li>
Áskriftartímabil í hlutafjárútboðinu hefst kl. 7:00 GMT 29. maí 2019. Almennu hlutafjárútboði á Íslandi og í Hollandi lýkur kl. 15:30 GMT 5. júní 2019 og alþjóðlegu útboði til fagfjárfesta lýkur klukkan 13:00 GMT 6. júní 2019.
Boðnir verða til sölu allt að 90.909.091 nýir hlutir í Marel ásamt því sem Marel hefur veitt umsjónaraðilum útboðsins kauprétt að allt að 9.090.909 nýjum hlutum í Marel til að mæta umframeftirspurn og vegna verðjöfnunaraðgerða í kjölfar útboðsins. Ef kauprétturinn verður nýttur að fullu mun hlutafjáraukning í Marel nema u.þ.b. 15% af útgefnum hlutum í félaginu.
Heildarfjöldi hluta í Marel fyrir hlutafjáraukninguna er 671.007.916 hlutir. Hver hlutur er ein króna að nafnverði og eru allir hlutirnir í einum flokki. Auðkenni hlutanna er MAREL og ISIN er 0000000388.
Allir hlutir í hlutafjárútboðinu verða boðnir til sölu á sama verði sem verður á bilinu [x-y] evrur á hvern hlut í félaginu. Að áskriftartímabilinu loknu mun stjórn Marel ákveða útboðsgengi sem verður það sama til allra sem fá úthlutað hlutum í útboðinu.
Úthlutun í hlutafjárútboðinu verður ákveðin einhliða af Marel.
Lágmarksáskrift í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi er að kaupverði 1.000 evrur en ekkert hámark er á áskriftum.
Þátttakendur í almennu hlutafjárútboði á Íslandi og í Hollandi munu njóta forgangs við úthlutun þannig að hver þeirra mun fá úthlutað hlutum að kaupverði a.m.k. 5.000 evrur (eða minna ef áskrift þeirra er lægri). Ef heildaráskriftir í almenna hlutafjárútboðinu nema meira en 10% af heildarfjölda þeirra hluta sem boðnir eru til sölu í hlutafjárútboðinu verða áskriftir þátttakenda skertar hlutfallslega (pro rata).
Niðurstöður hlutafjárútboðsins verða birtar opinberlega í síðasta lagi fyrir opnun markaða í Hollandi og á Íslandi [xx 2019].
Allar áskriftir í almenna hlutafjárútboðinu á Íslandi eru gerðar í evrum en allar greiðslur skulu fara fram í íslenskum krónum miðað við skráð gengi evru hjá Seðlabanka Íslands á lokadegi útboðsins [XX. júní 2019].
Allir seldir hlutir í hlutafjárútboðinu verða gefnir út hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð og endurútgefnir í evrum hjá Euroclear í Hollandi.
Óskað hefur verið eftir því að hlutirnir verði teknir til viðskipta í Euronext kauphöllinni í Amsterdam. Gert er ráð fyrir að skilyrt viðskipti hefjist 7. júní 2019 og óskilyrt viðskipti hefjist 12. júní 2019. Skilyrt viðskipti eru háð því að hlutirnir verði teknir til viðskipta á Euronext í Amsterdam.
Arion banki og Landsbankinn eru umsjónaraðilar almenna útboðsins á Íslandi. Citigroup og J.P. Morgan eru umsjónaraðilar með alþjóðlegu hlutafjárútboði Marel og töku hlutanna til viðskipta hjá Euronext í Amsterdam. ABN AMRO Bank, ING Bank og, Coöperative Rabobank eru umsjónaraðilar almenna útboðsins í Hollandi.
Nánari upplýsingar um Marel, hlutabréf í félaginu, áhættuþætti og skilmála hlutafjárútboðsins má finna í lýsingu Marel sem dagsett er 28. maí 2019.
Samantekt þessi er þýðing upplýsinga sem fram koma í lýsingu sem birt hefur verið á ensku. Ef misræmi er milli íslenskrar þýðingar og lýsingarinnar þá gildir lýsingin.