Leigufélagið Heimavellir 900 ehf. til sölu
Heimavellir hf. bjóða til sölu dótturfélag sitt, Heimavelli 900 ehf. Félagið er með umtalsverða leigustarfsemi á Ásbrú á Suðurnesjum þar sem félagið á og leigir út níu fjölbýlishús, samtals 154 íbúðir. Tekjur ársins 2019 eru áætlaðar um 272 milljónir króna. Mikil tækifæri geta falist í endurbótum á fjölbýlishúsunum og fjölgun íbúða.
Eftir sölu á Heimavöllum 900 ehf. munu Heimavellir hf. áfram leigja út rúmlega 580 íbúðir á Ásbrú.
Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd Heimavalla. Fyrirspurnir má senda á netfangið soluferli@landsbankinn.is. Fjárfestar fá fjárfestakynningu afhenta gegn undirritun trúnaðaryfirlýsingar og geta gert tilboð á grundvelli þeirra gagna.
Frestur til að skila tilboðum er til klukkan 16.00 þann 19. febrúar 2019. Tilboðum skal skilað á sérstöku tilboðsblaði sem nálgast má hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi skjali: