Hægt að breyta heimild á kreditkortum í netbankanum og Landsbankaappinu
Nú geta viðskiptavinir Landsbankans sjálfir breytt úttektarheimild á kreditkortum í Landsbankaappinu og í netbanka einstaklinga. Svigrúm til hækkunar á úttektarheimild byggir á lánaramma sem reiknar út lántökuheimild með sjálfvirkum hætti.
Viðskiptavinir Landsbankans hafa um nokkurt skeið sjálfir getað stillt yfirdráttinn og skipt kreditkortareikningum í netbankanum og Landsbankaappinu og nú geta þeir sjálfir breytt heimild á kreditkortum.
Ofangreind þjónusta byggir á sjálfvirkum lánaramma sem er reiknaður út fyrir hvern og einn viðskiptavin. Ef óskað er eftir hærri heimild en sjálfvirki lánaramminn segir til um, geta viðskiptavinir sent umsókn um hærri heimild í gegnum Landsbankaappið eða í netbankanum og er sú beiðni þá tekin til afgreiðslu.