Útibú Landsbankans loka kl. 14.30 vegna kvennafrís 24. október
Samtök kvenna og launafólks hvetja konur til að leggja niður störf kl. 14.55 miðvikudaginn 24. október til að vekja athygli á baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna. Því verður öllum útibúum, afgreiðslum og þjónustuveri Landsbankans lokað kl. 14.30 þann 24. október og búast má við skerðingu á annarri þjónustu á þessum tíma. Netbankinn og Landsbankaappið eru að sjálfsögðu opin allan sólarhringinn.
Landsbankinn hlaut fyrstur banka á Íslandi gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC og gerðist nýlega aðili að Jafnréttisvísi Capacent sem er stefnumótun og vitundarvakning á sviði jafnréttis.
Nánar um kvennafrí á kvennafri.is