Bríet, Huginn og Kælan Mikla á Iceland Airwaves-vef Landsbankans
Landsbankinn hitar upp fyrir Iceland Airwaves með því að birta ný myndbönd og viðtöl við ungt tónlistarfólk á Iceland Airwaves-vef bankans. Að þessu sinni stendur bankinn að útgáfunni í samvinnu við Hugin, Bríeti og hljómsveitina Kæluna miklu.
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin dagana 7. - 10. nóvember í miðborg Reykjavíkur. Landsbankinn hefur verið einn af aðalbakhjörlum hátíðarinnar frá árinu 2014. Í tengslum við hátíðina heldur bankinn úti vefnum landsbankinn.is/icelandairwaves og þar hafa verið birt myndbönd og viðtöl við unga og upprennandi tónlistarmenn í gegnum árin. Á vefnum má fá forsmekkinn að einni stærstu tónlistarhátíð ársins og sjá dæmi um þá miklu grósku sem er í íslensku tónlistarlífi.
Off-venue tónleikar
Landsbankinn mun einnig standa að svokölluðum off-venue tónleikum í tengslum við hátíðina.
Dagskrá:
Stúdentakjallarinn, fimmtudagurinn 8. nóvember
Kl. 17.00 – Bríet
Kl. 17.30 - Huginn
Kl. 18.00 - Kælan Mikla
Landsbankinn, Austurstræti 11, laugardagurinn 10. nóvember
Kl. 15.30 – Huginn
Kl. 16.00 - Bríet
Kl. 16.30 – Aron Can