Fréttir

Tólf áhuga­verð verk­efni á sviði um­hverf­is­mála hlutu styrk

Endurhæfingarstöð fyrir slasaða ránfugla og framleiðsla á námsefni um matarsóun eru meðal þeirra tólf verkefna sem hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans 19. september. Fjögur verkefni fengu 650 þúsund krónur hvert og átta verkefni 300 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna.
20. september 2018

Umhverfisstyrkir Landsbankans voru afhentir 19. september. Hér má sjá styrkþega eða fulltrúa þeirra ásamt dr. Guðrúnu Pétursdóttur, formanni dómnefndar, lengst t.v. og Hreiðari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Fjármála hjá Landsbankanum.

Endurhæfingarstöð fyrir slasaða ránfugla og framleiðsla á námsefni um matarsóun eru meðal þeirra tólf verkefna sem hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði Landsbankans 19. september. Fjögur verkefni fengu 650 þúsund krónur hvert og átta verkefni 300 þúsund krónur, samtals fimm milljónir króna. Þetta er í áttunda sinn sem Landsbankinn veitir umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans og bárust um 70 umsóknir.

Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar og dómnefnd leitast við að velja metnaðarfull verkefni sem hafa skýra þýðingu fyrir íslenska náttúru og vistkerfið.

Í dómnefnd sátu dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð og dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands, en hún var jafnframt formaður nefndarinnar.

Eftirtaldir hlutu umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans að þessu sinni:

650.000 kr. styrkir

  • Landsskógar ehf. – Responsible IcelandStyrkurinn er veittur til verkefnisins „Responsible Iceland“ sem gengur út á að fá ferðamenn til að jafna kolefnisfótspor sitt vegna ferðalaga með framlagi til skógræktar og/eða annarrar landbætingar.
  • Endurhæfingarstöð fyrir slasaða villta fugla - Diana DivilekováStyrkurinn er veittur til að útbúa aðstöðu til meðhöndlunar og endurhæfingar á slösuðum eða veikum ránfuglum.
  • Landvernd – Námsefni um matarsóun fyrir grunnskólanemaStyrkurinn er veittur til að útbúa námsefni fyrir miðstig grunnskóla um matarsóun.
  • Björgunarsveitin Ársæll – Hreinsun strandlengju höfuðborgarsvæðisinsBjörgunarsveitin Ársæll hlýtur styrk til að hreinsa plast og annað rusl úr sjónum og meðfram strandlengjunni við höfuðborgarsvæðið.

300.000 kr. styrkir

  • Vistorka – Græna trektinStyrkurinn er veittur til að auka útbreiðslu á grænu trektinni, sem er olíu og fitusöfnunarílát fyrir heimili. Fitunni og olíunni er svo breytt í umhverfisvænt eldsneyti sem kallast Lífdísill.
  • Þorvarður Árnason – Hopun jökla á SuðausturlandiStyrkurinn er veittur til að gera fræðslu- og kynningarefni um hopun íslenskra jökla af völdum loftslagsbreytinga.
  • Alda Jónsdóttir – Bætt aðgengi að SveinsstekksfossiStyrkurinn er veittur til að bæta merkingar við Sveinsstekksfoss. Fossinn fellur í Fossá í Fossárdal í Berufirði og verða skilti sett upp við helstu áningar- og útsýnisstaði með upplýsingum um hættur sem ber að varast og öruggar leiðir.
  • Jökuldalur – Stuðlagil, aðgengi og öryggiStyrkurinn er veittur til að bæta aðstöðu við Stuðlagil. Stuðlagil er í árfarvegi Jökulsár á Dal og aðgengi liggur um snarbratt gilið. Nauðsynlegt er að auka öryggi fólks og bæta aðkomu og aðgengi á staðnum þar sem vitund um hið stórfengna Stuðlagil hefur aukist til muna á síðustu árum.
  • Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Sjálfbærar VíknaslóðirStyrkurinn er veittur Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs til að fjármagna úttekt og endurbætur á gönguleiðinni Víknaslóðir. Víknaslóðir er eitt vinsælasta göngusvæði Austurlands og eru stikaðar gönguleiðir á svæðinu um 120 km.
  • Jón Lyngmo – Lagfæring slóða að HöfðaströndStyrkurinn er veittur til að laga slóða frá Grunnavík í Jökulfjörðum við Ísafjarðardjúp til Flæðareyrar í Leirufirði.
  • Páll Steinþórsson – SöguskiltiStyrkurinn er veittur til uppsetningar tveggja söguskilta í og við kirkjugarðinn í Arnarbæli í Ölfusi. Arnarbæli var kirkjustaður frá því á 13. öld fram til ársins 1909 en Páll hefur lagfært kirkjugarðinn í sjálfboðavinnu frá árinu 2013.
  • Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs – VistvangurSamtökin hljóta styrk til verkefnisins Vistvangur þar sem örfoka land er endurvakið til lífs með lífrænum úrgangsefnum og uppgræðslu.

Sjá fleiri myndir frá afhendingunni

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur