Fréttir

Vegna gagn­sæ­istil­kynn­ing­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins

Fjármálaeftirlitið birti hinn 5. apríl sl. gagnsæistilkynningu varðandi álagsgreiðslur sem hluti starfsmanna Landsbankans fékk á árunum 2014-2016. Það var niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum vegna greiðslnanna auk þess sem það var mat stofnunarinnar að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.
5. apríl 2018

Fjármálaeftirlitið birti hinn 5. apríl sl. gagnsæistilkynningu varðandi álagsgreiðslur sem hluti starfsmanna Landsbankans fékk á árunum 2014-2016.

Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að starfskjör starfsmanna fjármálafyrirtækja falli í annan tveggja flokka: föst starfskjör eða kaupauki. Ekki sé um aðra flokka að ræða. Til þess að álagsgreiðslur geti talist föst starfskjör þurfi endanleg fjárhæð eða umfang að liggja fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram og svo hafi ekki verið. Þá segir í tilkynningunni að greiðslurnar hafi verið óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði. Bankinn hafi sýnt samstarfsvilja og hafi, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda. Með hliðsjón af framangreindu var það niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum vegna brotsins, auk þess sem það var mat stofnunarinnar að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.

Heildarfjárhæð álagsgreiðslnanna nam 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili. Greiðslurnar runnu til 76 starfsmanna á öllum sviðum bankans. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar hjá bankanum fengu álagsgreiðslur.

Breytt verklag

Starfsfólk Landsbankans er í flestum tilvikum á svonefndum fastlaunasamningum, þ.e. starfsfólk fær föst laun og fær ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Í mörgum tilvikum þarf starfsfólk að vinna töluvert umfram hefðbundinn vinnutíma og öllu jöfnu er litið svo á að sú vinna rúmist innan ákvæða fastlaunasamninga. Það var mat þeirra stjórnenda bankans sem tóku ákvörðun um greiðslurnar að heimilt hefði verið að inna af hendi greiðslur vegna tímabundins vinnuálags sem væri umfram það sem eðlilegt væri að gera ráð fyrir á grundvelli þeirra ráðningarsamninga og föstu mánaðarlauna sem starfsmennirnir bjuggu við. Greiðslurnar voru ekki skilgreindar með tilliti til árangurs og juku ekki áhættutöku í starfsemi bankans. Eftir athugun innan bankans vorið 2017 var hins vegar ákveðið að greina Fjármálaeftirlitinu frá álagsgreiðslunum og í kjölfarið hóf það athugun á málinu.

Landsbankinn er sammála því að framkvæmd umræddra álagsgreiðslna hefði átt að vera betri, nánar tiltekið hefði átt að setja skýrari reglur um greiðslurnar og skrá upplýsingar um þær betur. Landsbankinn hefur þegar tekið upp breytt verklag og gengið úr skugga um að það samræmist ofangreindu áliti Fjármálaeftirlitsins.

Landsbankinn hefur ekki tekið upp kaupaukakerfi fyrir starfsmenn sína. Ef bankaráð hyggst taka upp slíkt kerfi innan samstæðu bankans þarf áður að fá samþykki hluthafafundar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Landsbankinn
22. nóv. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi mánudaginn 2. desember 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur