Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Vegna gagn­sæ­istil­kynn­ing­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins

Fjármálaeftirlitið birti hinn 5. apríl sl. gagnsæistilkynningu varðandi álagsgreiðslur sem hluti starfsmanna Landsbankans fékk á árunum 2014-2016. Það var niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum vegna greiðslnanna auk þess sem það var mat stofnunarinnar að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.
5. apríl 2018

Fjármálaeftirlitið birti hinn 5. apríl sl. gagnsæistilkynningu varðandi álagsgreiðslur sem hluti starfsmanna Landsbankans fékk á árunum 2014-2016.

Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að starfskjör starfsmanna fjármálafyrirtækja falli í annan tveggja flokka: föst starfskjör eða kaupauki. Ekki sé um aðra flokka að ræða. Til þess að álagsgreiðslur geti talist föst starfskjör þurfi endanleg fjárhæð eða umfang að liggja fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram og svo hafi ekki verið. Þá segir í tilkynningunni að greiðslurnar hafi verið óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði. Bankinn hafi sýnt samstarfsvilja og hafi, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda. Með hliðsjón af framangreindu var það niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum vegna brotsins, auk þess sem það var mat stofnunarinnar að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.

Heildarfjárhæð álagsgreiðslnanna nam 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili. Greiðslurnar runnu til 76 starfsmanna á öllum sviðum bankans. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar hjá bankanum fengu álagsgreiðslur.

Breytt verklag

Starfsfólk Landsbankans er í flestum tilvikum á svonefndum fastlaunasamningum, þ.e. starfsfólk fær föst laun og fær ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Í mörgum tilvikum þarf starfsfólk að vinna töluvert umfram hefðbundinn vinnutíma og öllu jöfnu er litið svo á að sú vinna rúmist innan ákvæða fastlaunasamninga. Það var mat þeirra stjórnenda bankans sem tóku ákvörðun um greiðslurnar að heimilt hefði verið að inna af hendi greiðslur vegna tímabundins vinnuálags sem væri umfram það sem eðlilegt væri að gera ráð fyrir á grundvelli þeirra ráðningarsamninga og föstu mánaðarlauna sem starfsmennirnir bjuggu við. Greiðslurnar voru ekki skilgreindar með tilliti til árangurs og juku ekki áhættutöku í starfsemi bankans. Eftir athugun innan bankans vorið 2017 var hins vegar ákveðið að greina Fjármálaeftirlitinu frá álagsgreiðslunum og í kjölfarið hóf það athugun á málinu.

Landsbankinn er sammála því að framkvæmd umræddra álagsgreiðslna hefði átt að vera betri, nánar tiltekið hefði átt að setja skýrari reglur um greiðslurnar og skrá upplýsingar um þær betur. Landsbankinn hefur þegar tekið upp breytt verklag og gengið úr skugga um að það samræmist ofangreindu áliti Fjármálaeftirlitsins.

Landsbankinn hefur ekki tekið upp kaupaukakerfi fyrir starfsmenn sína. Ef bankaráð hyggst taka upp slíkt kerfi innan samstæðu bankans þarf áður að fá samþykki hluthafafundar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
28. apríl 2025
S&P hækkar lánshæfismat Landsbankans í A-
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings tilkynnti í dag að lánshæfismat Landsbankans til langs tíma hefði verið hækkað úr BBB+ í A-. Lánshæfismatið hefur ekki verið hærra frá árinu 2014, þegar S&P hóf að veita bankanum lánshæfiseinkunnir.
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.