Fréttir

Vegna gagn­sæ­istil­kynn­ing­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins

Fjármálaeftirlitið birti hinn 5. apríl sl. gagnsæistilkynningu varðandi álagsgreiðslur sem hluti starfsmanna Landsbankans fékk á árunum 2014-2016. Það var niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum vegna greiðslnanna auk þess sem það var mat stofnunarinnar að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.
5. apríl 2018

Fjármálaeftirlitið birti hinn 5. apríl sl. gagnsæistilkynningu varðandi álagsgreiðslur sem hluti starfsmanna Landsbankans fékk á árunum 2014-2016.

Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að starfskjör starfsmanna fjármálafyrirtækja falli í annan tveggja flokka: föst starfskjör eða kaupauki. Ekki sé um aðra flokka að ræða. Til þess að álagsgreiðslur geti talist föst starfskjör þurfi endanleg fjárhæð eða umfang að liggja fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram og svo hafi ekki verið. Þá segir í tilkynningunni að greiðslurnar hafi verið óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði. Bankinn hafi sýnt samstarfsvilja og hafi, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda. Með hliðsjón af framangreindu var það niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum vegna brotsins, auk þess sem það var mat stofnunarinnar að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.

Heildarfjárhæð álagsgreiðslnanna nam 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili. Greiðslurnar runnu til 76 starfsmanna á öllum sviðum bankans. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar hjá bankanum fengu álagsgreiðslur.

Breytt verklag

Starfsfólk Landsbankans er í flestum tilvikum á svonefndum fastlaunasamningum, þ.e. starfsfólk fær föst laun og fær ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Í mörgum tilvikum þarf starfsfólk að vinna töluvert umfram hefðbundinn vinnutíma og öllu jöfnu er litið svo á að sú vinna rúmist innan ákvæða fastlaunasamninga. Það var mat þeirra stjórnenda bankans sem tóku ákvörðun um greiðslurnar að heimilt hefði verið að inna af hendi greiðslur vegna tímabundins vinnuálags sem væri umfram það sem eðlilegt væri að gera ráð fyrir á grundvelli þeirra ráðningarsamninga og föstu mánaðarlauna sem starfsmennirnir bjuggu við. Greiðslurnar voru ekki skilgreindar með tilliti til árangurs og juku ekki áhættutöku í starfsemi bankans. Eftir athugun innan bankans vorið 2017 var hins vegar ákveðið að greina Fjármálaeftirlitinu frá álagsgreiðslunum og í kjölfarið hóf það athugun á málinu.

Landsbankinn er sammála því að framkvæmd umræddra álagsgreiðslna hefði átt að vera betri, nánar tiltekið hefði átt að setja skýrari reglur um greiðslurnar og skrá upplýsingar um þær betur. Landsbankinn hefur þegar tekið upp breytt verklag og gengið úr skugga um að það samræmist ofangreindu áliti Fjármálaeftirlitsins.

Landsbankinn hefur ekki tekið upp kaupaukakerfi fyrir starfsmenn sína. Ef bankaráð hyggst taka upp slíkt kerfi innan samstæðu bankans þarf áður að fá samþykki hluthafafundar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur