Morgunfundur um nýja þjóðhagsspá Landsbankans
Landsbankinn boðar til morgunfundar í tilefni af útgáfu Þjóðhags og nýrrar þjóðhags- og verðbólguspár Hagfræðideildar Landsbankans.
Á fundinum verður einnig fjallað um áhrif fasteignaverðs á efnahagslegan stöðugleika og Simon McGeary, framkvæmdastjóri hjá Citigroup, mun fjalla um arðgreiðslugetu banka og fjármagnsskipan þeirra í ljósi breytinga á alþjóðlegu regluverki fjármálafyrirtækja. McGreary stýrir deild hjá Citigroup sem veitir ráðgjöf um uppbyggingu eiginfjár fyrirtækja.
Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi Hörpu, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 8.30 - 10.00.
Í Þjóðhag, ársriti Hagfræðideildar Landsbankans, er m.a. að finna þjóðhagsspá deildarinnar fyrir árin 2017-2020. Í Þjóðhag er fjallað um þróun verðbólgu og vaxtastigs, húsnæðismarkaðinn, horfur í helstu útflutningsgreinum og fleira. Þjóðhagur er eitt ítarlegasta rit um íslensk efnahagsmál sem gefið er út. Þjóðhagur kemur eingöngu út á rafrænu formi á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans.
Dagskrá fundar
- Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setur fundinn.
- Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar LandsbankansÞjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans 2017-2020.
- Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.Mun þróun fasteignaverðs stefna stöðugleikanum í hættu?
- Simon McGeary, framkvæmdastjóri hjá Citigroup.Hvað hefur áhrif á arðgreiðslugetu banka? – Fjármagnsskipan banka í ljósi breytinga á alþjóðlegu regluverki fjármálafyrirtækja.
- Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, stýrir fundinum.
Fundurinn er öllum opinn en við biðjum þig vinsamlegast um að skrá þátttöku.