Fréttir

Lands­bank­inn hagn­ast um 12 millj­arða króna á 3. árs­fjórð­ungi 2015

Hagnaður Landsbankans á 3. ársfjórðungi nam 12 milljörðum króna. Bakfærð varúðarfærsla vegna gengislána til fyrirtækja skýrir 6,8 milljarða króna af hagnaði eftir skatta á 3. ársfjórðungi. Eigið fé Landsbankans er nú 252,5 milljarðar og eiginfjárhlutfall (CAR) er 29,2%, sem er vel yfir 21,8% eiginfjárviðmiði FME.
5. nóvember 2015
  • Hagnaður Landsbankans á 3. ársfjórðungi nam 12 milljörðum króna.
  • Bakfærð varúðarfærsla vegna gengislána til fyrirtækja skýrir 6,8 milljarða króna af hagnaði eftir skatta á 3. ársfjórðungi.
  • Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins er 24,4 milljarðar króna.
  • Kostnaðarhlutfall fyrstu níu mánuði ársins er 45,7%, en það var 55,3% á sama tímabili í fyrra.
  • Eigið fé Landsbankans er nú 252,5 milljarðar og eiginfjárhlutfall (CAR) er 29,2%, sem er vel yfir 21,8% eiginfjárviðmiði FME.

Ársreikningur samstæðu 3F 2015

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Upplýsingablað

Kynning á afkomu

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans á þriðja fjórðungi ársins 2015 og ræðir helstu atriði rekstrarins á þeim tíma (03:47):

oembed

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir: „Afkoma Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins er góð, betri en á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár eftir skatta er 13,5% og fjárhagslegur styrkur bankans er mikill. Á 3. ársfjórðungi munar mikið um áhrif af dómum Hæstaréttar í málum nr. 34/2015 og 35/2015 sem vörðuðu ágreining um gengislán til stærri fyrirtækja. Vegna fordæmisgildis dómanna bakfærir bankinn varúðarfærslu sem hefur jákvæð afkomuáhrif upp á 6,8 milljarða króna, eftir skatta.

Rekstur bankans heldur áfram að batna. Kostnaðarhlutfall er hagstætt, eða 45,7%. Tekjur hafa aukist vegna vaxandi umsvifa og hagstæðra aðstæðna í hagkerfinu og aðhaldsaðgerðir hafa skilað árangri. Samþætting Sparisjóðs Norðurlands við bankann gengur vel.

Fjármögnun bankans hefur styrkst verulega undanfarið með útgáfu skuldabréfa á erlendum fjármálamarkaði. Þá hafa innlán og útlán aukist töluvert. Búast má við að nokkuð hægi á útlánavexti á næstu mánuðum og að innlán minnki í kjölfar samþykkis nauðasamninga hinna föllnu fjármálafyrirtækja og skrefa sem verða stigin í átt að afnámi fjármagnshafta. Vegna þessa má búast við að efnahagsreikningur Landsbankans minnki um allt að 10%. Bankinn leggur mikla áherslu á sterka lausafjárstöðu og er því vel undirbúinn fyrir þessar breytingar.

Við í Landsbankanum lítum björtum augum til framtíðar. Við höfum mótað okkur skýra stefnu sem mun skapa bankanum enn sterkari samkeppnisstöðu, viðskiptavinum og hluthöfum til góða.“

Lykilstærðir

9m 2015

9m 2014

3F 2015

3F 2014

Hagnaður eftir skatta

24.413

19.985

12.008

5.107

Arðsemi eigin fjár eftir skatta

13,5%

11,4%

19,5%

8,6%

Leiðrétt arðsemi eftir skatta*

9,8%

6,9%

8,1%

6,9%

Vaxtamunur eigna og skulda**

2,3%

2,0%

1,9%

2,4%

Kostnaðarhlutfall ***

45,7%

55,3%

47,9%

43,7%

9m 2015

9m 2014

2014

2013

Heildareignir

1.175.804

1.201.247

1.098.370

1.151.516

Útlán til viðskiptavina

807.033

719.627

718.355

680.468

Innlán frá viðskiptavinum

624.924

497.583

551.435

456.662

Eigið fé

252.484

240.987

250.803

241.359

Eiginfjárhlutfall (CAR)

29,2%

27,1%

29,5%

26,7%

Vanskilahlutfall (>90 daga)

2,0%

3,3%

2,3%

5,3%

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = [ Hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar útlána (eftir skatta) - skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi ] / meðalstaða eigin fjár.** Vaxtamunur eigna og skulda = (vaxtatekjur / mst. heildareigna) – (vaxtagjöld / mst. heildarskulda).*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls að frátalinni gjaldfærslu vegna hlutabréfatengdra launaliða / Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Skólahreysti 2024
27. maí 2024
Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Netöryggi
24. maí 2024
Ísland.is er aldrei notað við innskráningu í appið eða netbankann
Við vörum við svikaskilaboðum sem eru send í nafni Ísland.is í þeim tilgangi að safna persónuupplýsingum og komast inn í netbanka einstaklinga. Athugið vel að Ísland.is er aldrei notað til innskráningar í app eða netbanka Landsbankans.
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur