Fréttir

Lands­bank­inn hagn­ast um 12 millj­arða króna á 3. árs­fjórð­ungi 2015

Hagnaður Landsbankans á 3. ársfjórðungi nam 12 milljörðum króna. Bakfærð varúðarfærsla vegna gengislána til fyrirtækja skýrir 6,8 milljarða króna af hagnaði eftir skatta á 3. ársfjórðungi. Eigið fé Landsbankans er nú 252,5 milljarðar og eiginfjárhlutfall (CAR) er 29,2%, sem er vel yfir 21,8% eiginfjárviðmiði FME.
5. nóvember 2015
  • Hagnaður Landsbankans á 3. ársfjórðungi nam 12 milljörðum króna.
  • Bakfærð varúðarfærsla vegna gengislána til fyrirtækja skýrir 6,8 milljarða króna af hagnaði eftir skatta á 3. ársfjórðungi.
  • Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins er 24,4 milljarðar króna.
  • Kostnaðarhlutfall fyrstu níu mánuði ársins er 45,7%, en það var 55,3% á sama tímabili í fyrra.
  • Eigið fé Landsbankans er nú 252,5 milljarðar og eiginfjárhlutfall (CAR) er 29,2%, sem er vel yfir 21,8% eiginfjárviðmiði FME.

Ársreikningur samstæðu 3F 2015

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Upplýsingablað

Kynning á afkomu

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans á þriðja fjórðungi ársins 2015 og ræðir helstu atriði rekstrarins á þeim tíma (03:47):

oembed

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir: „Afkoma Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins er góð, betri en á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár eftir skatta er 13,5% og fjárhagslegur styrkur bankans er mikill. Á 3. ársfjórðungi munar mikið um áhrif af dómum Hæstaréttar í málum nr. 34/2015 og 35/2015 sem vörðuðu ágreining um gengislán til stærri fyrirtækja. Vegna fordæmisgildis dómanna bakfærir bankinn varúðarfærslu sem hefur jákvæð afkomuáhrif upp á 6,8 milljarða króna, eftir skatta.

Rekstur bankans heldur áfram að batna. Kostnaðarhlutfall er hagstætt, eða 45,7%. Tekjur hafa aukist vegna vaxandi umsvifa og hagstæðra aðstæðna í hagkerfinu og aðhaldsaðgerðir hafa skilað árangri. Samþætting Sparisjóðs Norðurlands við bankann gengur vel.

Fjármögnun bankans hefur styrkst verulega undanfarið með útgáfu skuldabréfa á erlendum fjármálamarkaði. Þá hafa innlán og útlán aukist töluvert. Búast má við að nokkuð hægi á útlánavexti á næstu mánuðum og að innlán minnki í kjölfar samþykkis nauðasamninga hinna föllnu fjármálafyrirtækja og skrefa sem verða stigin í átt að afnámi fjármagnshafta. Vegna þessa má búast við að efnahagsreikningur Landsbankans minnki um allt að 10%. Bankinn leggur mikla áherslu á sterka lausafjárstöðu og er því vel undirbúinn fyrir þessar breytingar.

Við í Landsbankanum lítum björtum augum til framtíðar. Við höfum mótað okkur skýra stefnu sem mun skapa bankanum enn sterkari samkeppnisstöðu, viðskiptavinum og hluthöfum til góða.“

Lykilstærðir

9m 2015

9m 2014

3F 2015

3F 2014

Hagnaður eftir skatta

24.413

19.985

12.008

5.107

Arðsemi eigin fjár eftir skatta

13,5%

11,4%

19,5%

8,6%

Leiðrétt arðsemi eftir skatta*

9,8%

6,9%

8,1%

6,9%

Vaxtamunur eigna og skulda**

2,3%

2,0%

1,9%

2,4%

Kostnaðarhlutfall ***

45,7%

55,3%

47,9%

43,7%

9m 2015

9m 2014

2014

2013

Heildareignir

1.175.804

1.201.247

1.098.370

1.151.516

Útlán til viðskiptavina

807.033

719.627

718.355

680.468

Innlán frá viðskiptavinum

624.924

497.583

551.435

456.662

Eigið fé

252.484

240.987

250.803

241.359

Eiginfjárhlutfall (CAR)

29,2%

27,1%

29,5%

26,7%

Vanskilahlutfall (>90 daga)

2,0%

3,3%

2,3%

5,3%

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = [ Hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar útlána (eftir skatta) - skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi ] / meðalstaða eigin fjár.** Vaxtamunur eigna og skulda = (vaxtatekjur / mst. heildareigna) – (vaxtagjöld / mst. heildarskulda).*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls að frátalinni gjaldfærslu vegna hlutabréfatengdra launaliða / Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Netöryggi
10. júní 2024
Vörum við svikatilraunum í tölvupósti
Við vörum við tölvupósti sem sendur er í nafni Landsbankans. Í póstinum er sagt að reikningi viðtakanda hjá bankanum hafi verið lokað og fólk beðið um að smella á hlekk til að skrá sig inn. Með þessu vilja svikararnir fá fólk til að gefa upp innskráningarupplýsingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur