Fréttir

Lands­bank­inn hagn­ast um 12 millj­arða króna á 3. árs­fjórð­ungi 2015

Hagnaður Landsbankans á 3. ársfjórðungi nam 12 milljörðum króna. Bakfærð varúðarfærsla vegna gengislána til fyrirtækja skýrir 6,8 milljarða króna af hagnaði eftir skatta á 3. ársfjórðungi. Eigið fé Landsbankans er nú 252,5 milljarðar og eiginfjárhlutfall (CAR) er 29,2%, sem er vel yfir 21,8% eiginfjárviðmiði FME.
5. nóvember 2015
  • Hagnaður Landsbankans á 3. ársfjórðungi nam 12 milljörðum króna.
  • Bakfærð varúðarfærsla vegna gengislána til fyrirtækja skýrir 6,8 milljarða króna af hagnaði eftir skatta á 3. ársfjórðungi.
  • Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins er 24,4 milljarðar króna.
  • Kostnaðarhlutfall fyrstu níu mánuði ársins er 45,7%, en það var 55,3% á sama tímabili í fyrra.
  • Eigið fé Landsbankans er nú 252,5 milljarðar og eiginfjárhlutfall (CAR) er 29,2%, sem er vel yfir 21,8% eiginfjárviðmiði FME.

Ársreikningur samstæðu 3F 2015

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Upplýsingablað

Kynning á afkomu

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans á þriðja fjórðungi ársins 2015 og ræðir helstu atriði rekstrarins á þeim tíma (03:47):

oembed

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir: „Afkoma Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins er góð, betri en á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár eftir skatta er 13,5% og fjárhagslegur styrkur bankans er mikill. Á 3. ársfjórðungi munar mikið um áhrif af dómum Hæstaréttar í málum nr. 34/2015 og 35/2015 sem vörðuðu ágreining um gengislán til stærri fyrirtækja. Vegna fordæmisgildis dómanna bakfærir bankinn varúðarfærslu sem hefur jákvæð afkomuáhrif upp á 6,8 milljarða króna, eftir skatta.

Rekstur bankans heldur áfram að batna. Kostnaðarhlutfall er hagstætt, eða 45,7%. Tekjur hafa aukist vegna vaxandi umsvifa og hagstæðra aðstæðna í hagkerfinu og aðhaldsaðgerðir hafa skilað árangri. Samþætting Sparisjóðs Norðurlands við bankann gengur vel.

Fjármögnun bankans hefur styrkst verulega undanfarið með útgáfu skuldabréfa á erlendum fjármálamarkaði. Þá hafa innlán og útlán aukist töluvert. Búast má við að nokkuð hægi á útlánavexti á næstu mánuðum og að innlán minnki í kjölfar samþykkis nauðasamninga hinna föllnu fjármálafyrirtækja og skrefa sem verða stigin í átt að afnámi fjármagnshafta. Vegna þessa má búast við að efnahagsreikningur Landsbankans minnki um allt að 10%. Bankinn leggur mikla áherslu á sterka lausafjárstöðu og er því vel undirbúinn fyrir þessar breytingar.

Við í Landsbankanum lítum björtum augum til framtíðar. Við höfum mótað okkur skýra stefnu sem mun skapa bankanum enn sterkari samkeppnisstöðu, viðskiptavinum og hluthöfum til góða.“

Lykilstærðir

9m 2015

9m 2014

3F 2015

3F 2014

Hagnaður eftir skatta

24.413

19.985

12.008

5.107

Arðsemi eigin fjár eftir skatta

13,5%

11,4%

19,5%

8,6%

Leiðrétt arðsemi eftir skatta*

9,8%

6,9%

8,1%

6,9%

Vaxtamunur eigna og skulda**

2,3%

2,0%

1,9%

2,4%

Kostnaðarhlutfall ***

45,7%

55,3%

47,9%

43,7%

9m 2015

9m 2014

2014

2013

Heildareignir

1.175.804

1.201.247

1.098.370

1.151.516

Útlán til viðskiptavina

807.033

719.627

718.355

680.468

Innlán frá viðskiptavinum

624.924

497.583

551.435

456.662

Eigið fé

252.484

240.987

250.803

241.359

Eiginfjárhlutfall (CAR)

29,2%

27,1%

29,5%

26,7%

Vanskilahlutfall (>90 daga)

2,0%

3,3%

2,3%

5,3%

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = [ Hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar útlána (eftir skatta) - skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi ] / meðalstaða eigin fjár.** Vaxtamunur eigna og skulda = (vaxtatekjur / mst. heildareigna) – (vaxtagjöld / mst. heildarskulda).*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls að frátalinni gjaldfærslu vegna hlutabréfatengdra launaliða / Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána.

Þú gætir einnig haft áhuga á
10. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur