Bankaráð

Bankaráð Landsbankans

Bankaráð Landsbankans er kjörið á aðalfundi til eins árs í senn og eru kjörnir sjö aðalmenn og tveir varamenn.

Hefur yfirumsjón með starfsemi bankans í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir.
Mótar almenna stefnu bankans og sér til þess að skipulag og starfsemi hans sé í réttu horfi.
Hefur almennt eftirlit með rekstrinum og að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna.
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs

Helga Björk Eiríksdóttir

Formaður

Helga Björk Eiríksdóttir er fædd árið 1968. Helga Björk starfar á sviði fasteignaþróunar og ráðgjafar og rekur jafnframt gistiþjónustu á Akureyri. Hún var áður fjárfesta- og almannatengill hjá Marel ásamt því að gegna formennsku í stjórn Sparisjóðs Svarfdæla. Helga Björk er með MBA-gráðu frá Edinborgarháskóla. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í ensku og ítölsku frá Háskóla Íslands 1997 og lauk prófi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla 1999. Helga Björk lauk prófi í markaðs- og útflutningsfræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2002 og hefur lagt stund á verðbréfaviðskiptanám við Háskólann í Reykjavík. Á árunum 2010-2012 starfaði hún við sjálfstæða ráðgjöf. Hún hafði umsjón með samskiptamálum fyrir skilanefnd og slitastjórn Kaupþings hf. á árunum 2009 og 2010. Áður starfaði Helga Björk m.a. sem markaðs- og kynningarstjóri Nasdaq OMX kauphallarinnar á Íslandi um átta ára skeið. Helga Björk hefur einnig starfað við fjölmiðla, sinnt ýmsum öðrum störfum og var lengi starfsmaður Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík. Helga Björk var kjörin í bankaráð Landsbankans í apríl 2013. Hún er formaður bankaráðs ásamt því að gegna formennsku í Starfskjaranefnd.

Berglind Svavarsdóttir, varaformaður

Berglind Svavarsdóttir

Varaformaður

Berglind Svavarsdóttir er fædd árið 1964. Hún er hæstaréttarlögmaður og meðeigandi hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Berglind lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1989, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1995 og sem hæstaréttarlögmaður árið 2008. Berglind er með diplóma í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri 2006. Hún starfaði hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins á árunum 1988-1989 og sýslumanninum á Húsavík 1990-1996. Hún rak eigin lögmannsstofu og fasteignasölu 1996-2003, var meðeigandi Regula lögmannsstofu ehf. 2003-2010 og meðeigandi Acta lögmannsstofu á árunum 2011-2016, en Acta sameinaðist Lögfræðistofu Reykjavíkur 1. apríl 2016. Berglind hefur gegnt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum. Hún sat í stjórn Lögmannafélags Íslands á árunum 2015-2021, þar af sem formaður um þriggja ára skeið. Þá sat hún í slitastjórn SPB hf. 2009-2016. Hún situr nú í yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis og er formaður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Berglind var kjörin í bankaráð í apríl 2016 og er varaformaður bankaráðs.

Elín H. Jónsdóttir

Elín H. Jónsdóttir

Bankaráðsmaður

Elín H. Jónsdóttir er fædd 1966. Hún er deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Elín lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1993 og LL.M. gráðu frá lagadeild Duke-háskóla 1996. Þá lauk hún MBA-prófi frá Stockholm School of Economics 2018 og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún starfaði við verðbréfamarkaðseftirlit hjá Fjármálaeftirlitinu á árunum 2001-2005, sem framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Arev frá 2005-2009, sem forstjóri Bankasýslu ríkisins frá 2010-2011 og sem framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Íslandsbanka frá 2014-2017. Auk þess hefur hún sinnt ráðgjafarstörfum og kennslu. Hún hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, meðal annars Regins fasteignafélags, Tryggingamiðstöðvarinnar, Promens, Icelandair, Borgunar og Skeljungs. Þá hefur Elín setið í stjórn Kvennaathvarfsins 2013-2020 og er stjórnarformaður Arnrúnar hses, byggingarfélags Kvennaathvarfsins. Hún var kjörin í bankaráð í mars 2021.

Guðbrandur Sigurðsson

Guðbrandur Sigurðsson

Bankaráðsmaður

Guðbrandur Sigurðsson er fæddur árið 1961. Hann er framkvæmdastjóri Brynju leigufélags. Guðbrandur lauk BSc-prófi í matvælafræði 1985 og MBA-prófi frá Edinborgarháskóla 1994. Hann starfaði hjá Íslenskum sjávarafurðum og forverum þess á árunum 1985-1996 og var ráðinn einn af framkvæmdastjórum félagsins við stofnun þess árið 1991. Þá gegndi hann starfi framkvæmdastjóra hjá ÚA og Brimi 1996-2004. Á árunum 2005-2008 var hann framkvæmdastjóri MS, framkvæmdastjóri Nýlands ehf. 2008-2010 og framkvæmdastjóri Plastprents hf. 2010-2012. Hann var síðan framkvæmdastjóri endurskoðunarfyrirtækisins PwC á Íslandi 2013-2016, framkvæmdastjóri Heimavalla hf. 2016-2019 og framkvæmdastjóri Borgarplasts ehf. 2019 -2021. Guðbrandur hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka á sínum starfsferli, meðal annars BL hf., Haga hf. og Reita hf. Hann situr nú í stjórn Talnakönnunar hf. Guðbrandur var kjörinn í bankaráð í apríl 2019 og gegnir formennsku í Áhættunefnd.

Guðrún Ó. Blöndal

Guðrún Ó. Blöndal

Bankaráðsmaður

Guðrún Ó. Blöndal er fædd árið 1960. Hún lauk cand.oecon. prófi frá Háskóla Íslands árið 1990. Guðrún starfaði hjá Kaupþingi á árunum 1984-2002, fyrst á sviði eignastýringar, en síðar sem markaðsstjóri, starfsmannastjóri og forstöðumaður vörsludeildar til ársins 2002. Hún var framkvæmdastjóri Arion verðbréfavörslu, dótturfélags Kaupþings, frá stofnun árið 2002 þar til það sameinaðist Arion banka árið 2012. Guðrún hefur setið í stjórn Eimskipafélags Íslands hf. frá árinu 2018. Á árunum 2012-2013 átti hún sæti í stjórnum Framtakssjóðs Íslands slhf., Regins hf., Varðar trygginga hf., Varðar líftryggingar hf. og Mílu ehf. Guðrún var framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. frá árinu 2013 til 2018. Guðrún var kjörin varamaður í bankaráð í mars 2018 og aðalmaður í mars 2021.

Helgi Friðjón Arnarson

Helgi Friðjón Arnarson

Bankaráðsmaður

Helgi Friðjón Arnarson er fæddur árið 1957. Hann lauk cand. oceon. prófi frá Háskóla Íslands árið 1983 og hlaut löggildingu sem endurskoðandi 1987. Helgi starfaði sem löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG á árunum 1984-2020, þar sem hlutverk hans var m.a. endurskoðun og önnur þjónusta við fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði. Var hann endurskoðandi banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og annarra aðila á fjármálamarkaði um langt árabil. Hann hefur einnig annast kennslu á námskeiðum hjá KPMG er varða endurskoðun og reikningsskil fjármálafyrirtækja og námskeið fyrir stjórnendur fjármálafyrirtækja vegna undirbúnings fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Hann var kjörinn í bankaráð í mars 2021 og gegnir formennsku í Endurskoðunarnefnd.

Þorvaldur Jacobsen

Þorvaldur Jacobsen

Bankaráðsmaður

Þorvaldur Jacobsen er fæddur árið 1963. Hann er framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets. Þorvaldur lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og prófi í tölvunarfræði frá sama skóla 1988. Þá lauk hann einnig meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Texas-háskóla í Austin 1990. Þorvaldur starfaði hjá Opnum kerfum sem sölustjóri á árunum 1990-1996 og sem sölu- og markaðsstjóri Teymis 1996-1999. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra Vísis.is ehf. 1999 og stýrði því félagi til ársins 2001. Þorvaldur starfaði um langt árabil hjá Nýherjasamstæðunni, fyrst sem framkvæmdastjóri samskiptalausna 2001-2005 og síðar framkvæmdastjóri kjarnalausna 2005-2008. Þá gegndi hann starfi forstjóra Dansupport A/S (dótturfélags Nýherja í Danmörku) um hálfs árs skeið 2007-2008, var framkvæmdastjóri hjá Skyggni 2009-2011, framkvæmdastjóri UAB Baltic IT Services 2010- 2012 (dótturfélags Nýherja í Litháen) og loks framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Nýherja 2011- 2012. Þorvaldur var framkvæmdastjóri þróunarsviðs VÍS á árunum 2012-2017 og starfaði hjá Valcon Consulting A/S á sviði rekstrarráðgjafar og breytingastjórnunar 2017-2019. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og félagasamtaka á sínu starfssviði. Þorvaldur var kjörinn varamaður í bankaráð í mars 2018 og aðalmaður í apríl 2019.

Varamenn

Sigríður Olgeirsdóttir

Varamaður

Sigríður Olgeirsdóttir er fædd árið 1960. Sigríður lauk námi í kerfisfræði frá EDB-skólanum í Danmörku 1984, MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2005, AMP-gráðu frá Harvard Business School 2017 og prófi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 1991. Hún hefur víðtæka stjórnunarreynslu á sviði upplýsingatækni og fjármálamarkaði. Hún var sviðsstjóri þjónustu hjá Völku ehf.á árunum 2019-2021, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka á árunum 2010-2019, forstjóri Humac ehf. með aðsetur á Íslandi 2007-2008, framkvæmdastjóri hjá Skiptum 2006-2008, framkvæmdastóri Ax hugbúnaðarhúss 2001-2006, framkvæmdastjóri Ax Business Intelligence A/S í Damörku 1999-2001 og framkvæmdastjóri og forstöðumaður hjá Tæknival 1994-1999. Sigríður hefur setið í stjórnum Pennans, Arion verðbréfavörslu, Reita, Auðkennis og Kerfis. Einnig sat hún í stjórn Sensa og var formaður endurskoðunarnefndar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Sigríður hefur einnig setið í stjórnum upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum og situr í stjórn Opinna kerfa. Hún var kjörin varamaður í bankaráð í mars 2021.

Sigurður Jón Björnsson

Varamaður

Sigurður Jón Björnsson er fæddur árið 1966. Hann lauk cand.oecon. prófi af reikningshalds- og fjármálasviði frá Háskóla Íslands árið 1994 og prófi í verðbréfaviðskiptum 2009. Að námi loknu starfaði hann sem aðstoðarsölustjóri Íslensk Ameríska hf. 1995-1997. Þá gegndi hann störfum forstöðumanns fjármálasviðs, staðgengils framkvæmdastjóra og sérfræðings á sviði fjárfestinga hjá Framtaki fjárfestingarbanka hf. 1997- 2003. Hann starfaði sem forstöðumaður hagdeildar Air Atlanta 2003-2006 og var fjármálastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra fjármálasviðs Norðuráls 2006-2007. Hann var ráðgjafi í fyrirtækjaráðgjöf hjá Capacent árið 2007 og varð síðar eigandi hjá verðbréfafyrirtækinu Capacent fjárfestingarráðgjöf, síðar Centra fyrirtækjaráðgjöf hf. Samhliða ráðgjafarstörfum sinnti Sigurður hlutverki regluvarðar verðbréfafyrirtækisins. Sigurður gegndi starfi framkvæmdastjóra fjármála hjá Íbúðalánasjóði á árunum 2011-2017 og bar hann þar m.a. ábyrgð á áhættustýringu sjóðsins árin 2011-2015. Sigurður var stjórnarformaður tæknifyrirtækisins Betware á Íslandi frá stofnun félagsins árið 1998 allt til sölu þess til erlendra aðila 2014. Hann hefur einnig átt sæti í stjórnum félaganna Stoða hf., Íslandsflugs hf., Landsafls hf., IMSI Inc. og SPC Holding AS. Sigurður var kjörinn varamaður í bankaráð í apríl 2019.

Nefndarmenn utan bankaráðs

Hjörleifur Pálsson

Nefndarmaður í Endurskoðunarnefnd bankaráðs

Hjörleifur Pálsson er fæddur árið 1963. Hjörleifur lauk cand.oecon. prófi frá Háskóla Íslands árið 1988. Hann hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa 1989 og starfaði sem endurskoðandi til 2001. Hann var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar hf. frá 2001 til 2013. Frá 2013 hefur Hjörleifur setið í stjórnum margskonar fyrirtækja og fjárfest í og stutt við nýsköpun. Í dag er hann stjórnarmaður, formaður endurskoðunarnefndar og í starfskjaranefnd alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Lotus Pharmaceuticals & Co., Ltd. sem skráð er á hlutabréfamarkað í Taívan, í stjórn Ankra ehf. (Feel Iceland), í stjórn og formaður starfskjaranefndar Festi hf., í stjórn Brunns vaxtarsjóðs slhf. og í stjórn Brandr Global ehf. Hjörleifur er formaður tilnefningarnefndar Icelandair Group hf. og formaður endurskoðunarnefndar Hörpu tónlistarhúss ohf. Hjörleifur var um árabil formaður bæði stjórnar og háskólaráðs Háskólans í Reykjavík ehf. og er meðal annars fyrrverandi stjórnarformaður Sýnar hf. Hann tók sæti í Endurskoðunarnefnd bankaráðs í maí 2019.

Undirnefndir bankaráðs

Bankaráð hefur skipað fjórar undirnefndir sem undirbúa umfjöllun bankaráðs á tilteknum starfssviðum og annast nánari athugun á málum sem þeim tengjast.

Skipan undirnefnda bankaráðs Áhættunefnd Endurskoðunarnefnd Starfskjaranefnd Sjálfbærninefnd     
       
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Formaður  
Berglind Svavarsdóttir, varaform. bankaráðs Nefndarmaður    
Elín Jónsdóttir Nefndarmaður Formaður
Guðbrandur Sigurðsson Formaður    
Guðrún Blöndal Nefndarmaður Nefndarmaður Nefndarmaður
Helgi Friðjón Arnarson   Formaður Nefndarmaður
Hjörleifur Pálsson Nefndarmaður
Þorvaldur Jacobsen Nefndarmaður Nefndarmaður Nefndarmaður
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur