Húsnæðismál

Húsnæðismál bankans

Landsbankinn byggir nú fjölbreytt atvinnu- og verslunarhúsnæði í miðborg Reykjavíkur.

Húsnæði Landsbankans við Austurbakka

Hagkvæmt og sveigjanlegt

Húsið verður hagkvæmt og sveigjanlegt. Vinnuumhverfið verður skapandi og örvandi, vel skipulagt og hvetur til samstarfs og góðra samskipta. 

Húsnæði Landsbankans við Austurbakka

Byggingin mun skapa áhugaverð rými í miðbænum og tengjast nágrenninu með góðum gönguleiðum. Hjóla- og göngurampur verður niður í bíla- og hjólageymslu.  

Húsið verður umhverfisvottað samkvæmt alþjóðlega BREEAM-staðlinum sem snýr m.a. að umhverfisstjórnun á byggingar- og rekstrartíma, góðri orkunýtingu og vatnssparnaði, vali á umhverfisvænum byggingarefnum og lágmörkun ýmiskonar mengunar frá byggingu. 

Skýr afmörkun er á þeim rýmum sem bankinn hyggst nýta og þeirra rýma sem bankinn hyggst leigja út eða selja. 

Vel er hugað að aðstöðu fyrir starfsfólk. Í Landsbankanum verður vinnurýmið verkefnamiðað og starfsmenn verða ekki með fasta vinnuaðstöðu nema í undantekningartilfellum. 

Húsnæði Landsbankans við Austurhöfn

Starfsemi bankans í miðborginni fer að mestu leyti fram í leiguhúsnæði og eru núverandi húsakynni  bæði óhentug og óhagkvæm. Bankinn mun flytja starfsemi úr 12 húsum í miðborginni ásamt stærstum hluta Borgartúns 33 yfir í nýja húsið. 

Nýja húsið er alls 16.500 fermetrar að stærð, auk tæknirýma og bílakjallara sem nýtist öllu svæðinu. Bankinn mun nýta um 10.000 fermetra en selja eða leigja út 6.500 fermetra.

Sparnaður bankans vegna flutninganna er áætlaður um 500 milljónir króna á ári. 

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur