Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn

Í framkvæmdastjórn Landsbankans sitja bankastjóri og framkvæmdastjórar sviða bankans.

Lilja Einarsdóttir

Lilja Björk Einarsdóttir

Bankastjóri

Lilja Björk er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaraprófi í fjármálaverkfræði frá Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkjunum.

Á árunum 2008 til 2016 stýrði Lilja starfsemi, eignaumsýslu og endurheimt eigna gamla Landsbanka Íslands, LBI ehf., í London. Frá 2005 til 2008 var hún sérfræðingur og síðar framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands hf. í London og bar m.a. ábyrgð á daglegum rekstri og uppbyggingu stoðdeilda. Áður vann Lilja Björk hjá ráðgjafarfyrirtækinu Marsh & McLennan frá 2003 til 2005 og vann m.a. verkefni fyrir Ford-bílaframleiðandann sem sérfræðingur í gerð áætlana og áhættulíkana fyrir vátryggingarsvið og fjárstýringu.

Arinbjörn Ólafsson

Arinbjörn Ólafsson

Upplýsingatækni

Arinbjörn lauk M.Sc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og Ph.D gráðu í sömu grein frá Háskólanum í Wisconsin-Madison í Bandaríkjunum árið 2006.

Hann hóf störf á Verðbréfasviði Landsbankans árið 2006. Árin 2009-2015 vann hann að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og stýrði endurútreikningi gengistryggðra lána. Arinbjörn starfaði sem forstöðumaður Upplýsingatæknideildar hjá Landsbankanum frá árinu 2015 en tók við stöðu framkvæmdastjóra Upplýsingatæknisviðs í júlí 2017.

Árni Þ. Þorbjörnsson

Árni Þór Þorbjörnsson

Fyrirtæki

Árni er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með diplóma í rekstrar- og viðskiptafræði. Hann hlaut löggildingu í Corporate Finance frá Securities & Investment Institute í London árið 2005.

Hann starfaði í Landsbanka Íslands hf. frá árinu 1996. Á fyrstu árunum annaðist hann almenn lögfræðistörf, ráðgjöf og málflutning. Árni var yfirlögfræðingur Fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands hf. til ársins 2008, en við stofnun Landsbankans hf. tók Árni við sem framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs.

Bergsteinn Ó. Einarsson

Bergsteinn Ó. Einarsson

Áhættustýring

Bergsteinn er með B.Sc.-próf í stærðfræði frá Háskóla Íslands og hefur 15 ára starfsreynslu við áhættustýringu. Hann hefur verið forstöðumaður hjá bankanum frá árinu 2012 og var staðgengill framkvæmdastjóra Áhættustýringar frá 2018. Bergsteinn hóf störf sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Landsbankanum árið 2008 og hafði áður starfað við áhættustýringu hjá Kaupþingi á árunum 2005 til 2006.

Eyrún Anna Einarsdóttir

Eignastýring og miðlun

Eyrún er með B.Sc.-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum.

Eyrún hóf störf hjá Landsbankanum árið 2006. Hún starfaði fyrst við Safnastýringu sem heyrði undir Eignastýringu bankans og stýrði þeirri einingu frá 2010 til 2012. Frá 2012 til 2021 var Eyrún forstöðumaður Viðskiptalausna sem er deild innan Eignastýringar og miðlunar. Sem slík var hún ábyrg fyrir árangursviðmiðum sviðsins, áætlanagerð og þróun, sem og flestum breytingum og rekstrarmálum. Hún leiddi innleiðingu á mörgum stærri verkefnum bankans á sviði verðbréfaviðskipta, ásamt því að vera vörustjóri fyrir sparnað og ávöxtun hjá bankanum.

Helgi T. Helgason

Helgi Teitur Helgason

Einstaklingar

Helgi Teitur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands.

Hann starfaði í Landsbanka Íslands hf. frá árinu 1998 til 2001, sem lögfræðingur og lögmaður og annaðist almenn lögfræðistörf, innheimtu, ráðgjöf og málflutning fyrir hönd bankans. Á árinu 2001 leiddi Helgi Teitur opnun skrifstofu Lögheimtunnar og Intrum á Akureyri og starfaði þar sem svæðisstjóri á Norðurlandi til ársins 2004, auk þess að veita sveitarfélögum og stéttarfélögum á Akureyri lögmannsþjónustu.

Frá árinu 2004 til 2010 var Helgi Teitur útibússtjóri Landsbankans á Akureyri.

Hreiðar Bjarnason

Hreiðar Bjarnason

Fjármál

Hreiðar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MSc gráðu í fjármálafræðum frá London Business School og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Hreiðar hóf störf í Landsbanka Íslands hf. árið 1998, fyrst sem sérfræðingur í Markaðsviðskiptum og síðar í Fjárstýringu. Hreiðar tók við sem framkvæmdastjóri Markaða og fjárstýringar Landsbankans hf. snemma árs 2010, en tók við stöðu sem framkvæmdastjóri Fjármála í ágúst 2012 og er auk þess staðgengill bankastjóra.

Sara Pálsdóttir

Sara Pálsdóttir

Samskipti og menning

Sara Pálsdóttir er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á markaðsmál og ferðaþjónustu, frá Háskólanum á Akureyri.

Sara var sérfræðingur á markaðssviði Landsbankans í London á árunum 2007-2008 en hafði áður unnið hjá bankanum með námi. Hún hóf í kjölfarið störf hjá Reckitt Benckiser Healthcare í Bretlandi, sem er alþjóðlegt fyrirtæki á sviði heilsu og hreinlætis, þar sem hún var sérfræðingur í markaðsgreiningu. Sara hóf störf hjá Eimskip árið 2011 og var forstöðumaður Innflutningsdeildar Eimskips frá 2017 til 2021 þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum.

Skipurit bankans

Svið bankans eru sjö: Einstaklingar, Fyrirtæki, Eignastýring og miðlun, Fjármál, Áhættustýring, Upplýsingatækni og Samskipti og menning. Bankastjóri og framkvæmdastjórar sviðanna skipa framkvæmdastjórn bankans.

Skipurit Landsbankans
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur