Eyðing persónuupplýsinga

Beiðni um eyðingu persónuupplýsinga

Persónuverndarlögin veita þér rétt til að krefjast þess í ákveðnum tilvikum að Landsbankinn eyði persónuupplýsingum um þig ef þú telur einhverja af eftirtöldum ástæðum eiga við um upplýsingar þínar:

Persónuupplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun eða annarri vinnslu þeirra.
Þú hefur dregið til baka samþykki þitt sem vinnsla persónuupplýsinganna byggist á og enginn annar lagagrundvöllur er fyrir vinnslunni.
Þú hefur andmælt vinnslunni í þágu markaðssetningar eða vegna sérstakra aðstæðna þinna (sjá upplýsingar um hvenær er mögulegt að andmæla vinnslu neðar í þessu vefviðmóti) og telur að bankinn hafi ekki lögmætar ástæður fyrir vinnslunni.
Vinnsla persónuupplýsinganna var ólögmæt og fór fram án heimildar.
Eyða þarf persónuupplýsingunum í samræmi við lagaskyldu þar um sem hvílir á Landsbankanum.
Persónuupplýsingunum var safnað í tengslum við boð um þjónustu í upplýsingasamfélaginu, þ.e. þjónustu sem veitt er gegn gjaldi, úr fjarska eins (yfir internetið), með rafrænum hætti að beiðni einstaklings.

Beiðni um eyðingu

Til að óska eftir eyðingu upplýsinga þarftu að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum í síma.

Í kjölfar beiðnar um eyðingu mun bankinn yfirfara beiðnina og upplýsa þig um hvort mögulegt er að fallast á eyðingu persónuupplýsinga og eftir atvikum hvaða, persónuupplýsingum verði eytt.

Landsbankinn er heyrir undir lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og er óheimilt að eyða nokkru skjali í skjalasöfnum bankans nema með heimild þjóðskjalavarðar. Af þeim sökum er vakin athygli á því að ekki er mögulegt að eyða persónuupplýsingum í öllum tilvikum.

Sjá nánar persónuverndarstefnu bankans.

Afgreiðsla beiðna

Bankinn mun upplýsa þig um aðgerðir sem gripið er til vegna beiðni þinnar um aðgang að persónuupplýsingu, innan mánaðar frá viðtöku hennar. Svo unnt sé að afgreiða aðgangsbeiðnina er bankanum nauðsynlegt að afla persónuupplýsinga um þig til að tryggja auðkenningu og vinna úr beiðninni.

Skýrslur með persónuupplýsingum umsækjenda eru aðgengilegar undir rafrænum skjölum í netbanka Landsbankans í 90 daga. Að þeim tíma loknum er skýrslum eytt í samræmi við meðalhófskröfu personuverndarlaga.

Verði Landsbankinn ekki við beiðni þinni getur þú lagt fram kvörtun hjá persónuverndarfulltrúa bankans eða hjá Persónuvernd.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur