Takmörkun vinnslu persónuupplýsinga

Beiðni um takmörkun vinnslu persónuupplýsinga

Persónuverndarlögin veita þér rétt til þess Landsbankinn að takmarki vinnslu persónuupplýsinga um þig í ákveðnum tilvikum. Fallist Landsbankinn á að takmarka skuli vinnslu persónuupplýsinga er einungis heimilt að vinna þær með þínu samþykki eða ef það er nauðsynlegt til að stofna, hafa uppi, afmarka eða verja réttarkröfu. Krafa um takmörkun vinnslu á einungis við ef eitthvað af eftirtöldu á við:

Þú vefengir að persónuupplýsingar séu réttar, þangað til bankinn hefur staðfest að þær séu réttar.
Þú telur vinnsluna ólögmæta og ferð fram á takmarkaða notkun þeirra en andmælir því að persónuupplýsingunum sé eytt.
Þú telur bankann ekki lengur þurfa á persónuupplýsingunum að halda en þú þarfnast þeirra til þess að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.
Þú hefur andmælt vinnslu vegna sérstakra aðstæðna þinna og bíður sannprófunar á því hvort hagsmunir bankans gangi framar lögmætum hagsmunum þínum.

Hvernig er beiðnin afgreidd?

Í kjölfar beiðninnar mun bankinn yfirfara beiðnina og upplýsa þig um hvort tilefni sé til að takmarka vinnslu persónuupplýsinga um þig og þá hvaða. Sé fallist á beiðnina mun bankinn takmarka vinnslu persónuupplýsinganna. Sé takmörkun vinnslu persónuupplýsinga tímabundin mun bankinn upplýsa þig um það þegar takmörkuninni er aflétt.

Beiðni um takmörkun

Til að óska eftir takmörkun upplýsinga þarftu að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum í síma.

Afgreiðsla beiðna

Bankinn mun upplýsa þig um aðgerðir sem gripið er til vegna beiðni þinnar um aðgang að persónuupplýsingu, innan mánaðar frá viðtöku hennar. Svo unnt sé að afgreiða aðgangsbeiðnina er bankanum nauðsynlegt að afla persónuupplýsinga um þig til að tryggja auðkenningu og vinna úr beiðninni.

Skýrslur með persónuupplýsingum umsækjenda eru aðgengilegar undir rafrænum skjölum í netbanka Landsbankans í 90 daga. Að þeim tíma loknum er skýrslum eytt í samræmi við meðalhófskröfu personuverndarlaga.

Verði Landsbankinn ekki við beiðni þinni getur þú lagt fram kvörtun hjá persónuverndarfulltrúa bankans eða hjá Persónuvernd.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur