Á árinu 2020 héldum við áfram að bæta stafræna þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga, brugðumst hratt við óvæntum áskorunum og tókum mikilvæg skref í sjálfbærnimálum. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafn mikið til íbúðakaupa og á árinu 2020 en með því að bjóða góð kjör og góða þjónustu hefur bankinn tekið afgerandi forystu á íbúðalánamarkaði. Í skýrslunni er ítarlega fjallað um sjálfbærnivinnu okkar og áhrif bankans á umhverfi og samfélag.
Bankinn hefur einnig gefið út Pillar III áhættuskýrslu og er hún aðgengileg í kaflanum um áhættustjórnun bankans.