Sértryggð skuldabréf

Sértryggð skuldabréf

Landsbankinn hefur sett upp 2.500 milljóna evru útgáfuramma fyrir sértryggð skuldabréf. Fyrsta sértryggða útgáfan var árið 2013 með reglulegum útgáfum síðan. Skuldabréfin eru skráð á Euronext Dublin, Írlandi.

Útistandandi flokkar sértryggðra skuldabréfa

Útistandandi sértryggð skuldabréf námu 268 milljörðum króna í árslok 2023.

Óverðtryggðir
LBANK CB 25, LBANK CB 27 og LBANK CB 29
Verðtryggðir
LBANK CBI 24, LBANK CBI 26, LBANK CBI 28 og LBANK CBI 30

Útgáfuleyfi

Þann 29. apríl 2013 fékk Landsbankinn leyfi frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands til útgáfu sértryggðra skuldabréfa en leyfið er veitt með tilvísun í lög um sértryggð skuldabréf nr. 11/2008 og reglur um sértryggð skuldabréf nr. 528/2008.

Álagspróf

Landsbankanum ber að framkvæma vikuleg álagspróf og núvirðisútreikninga á tryggingasafninu að baki skuldabréfunum og birta fjárfestum lykiltölur er tengjast útgáfunni að minnsta kosti ársfjórðungslega.

Grunnlýsing og viðaukar

Skilmálar

Áhættuskýrslur

Útgáfulýsingar

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur