AT1 verðbréf
AT1 verðbréf
Landsbankinn hefur gefið út verðbréf sem teljast til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Verðbréfin eru án lokagjalddaga en eru innkallanleg af hálfu útgefanda að 5,5 árum liðnum og eru víkjandi gagnvart öllum öðrum kröfum, að hlutafé undanskildu. Verðbréfin eru skráð á Euronext Dublin.